Nágrannar

Ţađ er gott ađ eiga góđa nágranna. Ég á reyndar alla flóruna af nágrönnum. Góđa sem slćma, sem og hina sem ég hef lítiđ af ađ segja. Ţeir falla í góđa flokkinn.

Einhverntíman hef ég bloggađ um slćma nágranna minn og lćt ţar viđ sitja. Enda lítiđ gaman ađ hugsa og tala um leiđinlegt fólk. Hins vegar er gaman ađ tala vel um skemmtilegt fólk.

Ég á afskaplega yndćla nágrannakonu. Hún heitir Hjördís, er líklega um sjötugt og býr í nćstu íbúđ viđ hliđina. Viđ erum miklir mátar. Hún talar vel um föđurbetrungana mína á til ađ gauka ađ mér slikkeríi handa ţeim. Reyndar skondiđ ađ mér virđast alltaf fylgja nágrannakonur sem bera nafniđ Hjördís, en ţađ er annađ mál.

Í gćrkvöldi, föstudags, kom ég heim rétt rúmlega sjö. Á ganginum stóđ Hjördís ásamt manni sem hafđi međferđis forláta ramma. Ţar sem ég er í ţann mund ađ ganga inn til mín kallađi Hjördís og spurđi; „Brjánn. Ertu ekki handlaginn međ hamar?“ Ég svarađi um hćl, „Jú. Ég er afskaplega handlaginn međ hamar.“ Ég sneri viđ til ađ kanna máliđ nánar. Ţá innihélt ramminn góđi viđurkenningarskjal frá Reykjavíkurhreppi, fyrir snyrtilegt umhverfi hér á Bakkanum. „Nohh. Ţađ er ekkert annađ.“ sagđi ég og kom í sömu andrá auga á nagla sem stóđ úr vegg á hentugum stađ fyrir rammann góđa. „Hengjum viđ hann ekki bara upp hér? Hér verđur hann í öndvegi.“ Ţađ varđ úr.

Í hádeginu í dag, laugardag, skrapp ég í búđ. Ţegar ég kom heim, klukkan tólf, sá ég ađ enginn var ramminn á naglanum. Ég bankađi upp á hjá Hjördísi og í sameiningu furđuđum viđ okkur á hver gćti í ósköpunum hafa fjarlćgt hann. Hvorugt okkar varđ vart viđ umgang í gćrkvöldi og ţví tćplega hćgt ađ skella skuldinni á unglingapartí og drukkin ungmenni. Munandi ađ í gamla daga ţótti stundum sumum viđ hćfi ađ taka međ sér minjagripi eins og húsreglur stigahúsa, eftir partý.

Hún velti fyrir sér hvort okkar klikkađi sameiginlegi nágranni gćti hafa gert ţađ. Ég taldi ţađ ólíklegt. Hann skildi varla texta skjalsins frekar en textann á miđanum í kjallaranum, sem biđur fólk ađ loka ávallt dyrunum ađ geymsluganginum og hjólageymslunni.

Máliđ er ţví allt hiđ dularfyllsta. Rannsókn ráđgátunnar er ţó hafin og er nú í fullum gangi, undir styrkri stjórn inspectors Hjördísar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ţetta er spennandi og dularfullt mál... bíđ spenntur eftir ađ fá frekari fréttir...

Brattur, 24.10.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

nýjustu fréttir. Inspector Hjördís bankađi upp á hjá mér og tilkynnti mér fund rammans. hann fannst óskemmdur úti í garđi. ég veit svei mér ekki hver tók hann niđur, en fundinn er hann og hann mun aftur fá sinn sess, í öndvegi.

Brjánn Guđjónsson, 24.10.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Brattur

Magnađ... álfar og huldufólk ađ verki ekki spurning...

Brattur, 24.10.2009 kl. 15:55

4 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

klárlega álfaskrattar

Brjánn Guđjónsson, 24.10.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Ţráinn Jökull Elísson

Ţráinn Jökull Elísson, 24.10.2009 kl. 22:27

6 identicon

eru álfar kannski menn ? (ég veit, ég veit.....hann átti samt rétt á sér)

M.G.Ingibergs. (IP-tala skráđ) 24.10.2009 kl. 23:51

7 identicon

Já ţađ er merkilegt ţetta međ ađ taka minjagripi eftir party, Húsreglur slökvitćki og svoleiđis.

En ţađ er gott ađ ramminn góđi fanst, sá sem ađ lét hann út í garđ vildi hann ekki bara ađ skjaliđ vćri í ţessu "snyrtilega umhverfi" ???

Steini Tuđ (IP-tala skráđ) 26.10.2009 kl. 15:53

8 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

örugglega Steini

Brjánn Guđjónsson, 26.10.2009 kl. 19:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband