Maður fólksins

Maður fólksinsMaður fólksins gjörir heyrinkunnugt að um áramót verði innleidd alvöru skattpíning á Íslandi, að skandinavískri fyrirmynd. Norræna velferðarmódelið, sjáið til.

 

Eftir áramót mun Ísland taka hin norðurlöndin í nefið. Skattpíningin verður reyndar ögn minni en t.d. í Svíþjóð og Danmörku, en þar sem verðlag er mun hærra hér mun svíða enn meir undan skattpíningunni hér en þar.

Loksins virðist hafa náð að koma norrænu velferðarmódeli á koppinn. Húrra fyrir því.

En svona í ljósi þess að myndin af manni fólksins virðist vera tekin ca 1980, er ekki úr vegi að geta þess að maður fólksins var á þeim tíma íþróttafréttamaður á sjónvarpsstöð allra landsmanna og þegar hann sá um íþróttaþættina á mánudagskvöldum, sem þá voru, voru vitanlega fyrirferðarmestar þær íþróttir sem þorra landsmanna eru hugleiknar og vill svo til að þykja manni fólksins áhugaverðastar, blak og hestamennska.

Húrra fyrir manni fólksins og skjaldborgum hans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband