Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Mame

Þau ykkar sem komin eru yfir þrítugt, hafið væntanlega komið í spilasali sem unglingar. Þar voru mörg skemmtileg spil, s.s. Pac-man (klassík, ásamt öllum afbrigðum) Qbert, Bagman, Xevious, Pole position, Star shuttle, Venus, Galaga, Phoneix...svo mætti áfram lengi teja.

Mame er málið. Forrit sem emuleitar hardwerið. Keyrir öll original ROM-in úr spilakössunum. Þarf meira að segja að setja pening í (press 5)

Hrein snilld!

 

google for mame


Lengi lifir í gömlum glæðum

Mér finnst svolítið skondið og skemmtilegt, að þegar kemur að því að tengjast blog.is er gamla tölvan mín (2,4GHz P4, 768MB. Uppsett síðast árið 2004) að taka bæði lappann minn (2GHz core 2 duo, 2GB) sem og vinnutölvuna (man ekki alveg spekkið, en er 3GB og aðeins nokkurra mánaða gömul) í nefið. Nýju vélarnar keyra IE7 á WXP, meðan sú gamla keyrir IE6 á W2K.

Ég var á leiðinni að uppfæra þá gömlu, en kannski maður treini hana eitthvað lengur svona Wink

Skyldi málið vera að IE7 sé svona mikil sulta?


blog.is

Hvernig væri að moggamenn létu laga þennan blogvef sinn? Eftir að hafa innskráð mig og farið í stjórnborð og vel síðan blog.is eða mbl.is, vinstra megin uppi, þarf ég alltaf að innskrá mig aftur til að komast í stjórnborðið mitt á ný. Frekar glatað.

Mun ég starfa í fuglabjargi?

Eflaust mun talskynjun halda áfram að þróast og tölvur munu líklega, á endanum, geta skilið talað mál nær fullkomlega. Það er hið besta mál og mun koma sér sérstaklega vel fyrir fatlaða. Ég sé samt ekki fyrir mér að lyklaborðið hverfi, enda yrði ekki nokkur vinnufriður á vinnustað eins og mínum, þar sem margir forritarar eru saman í opnu rými. Allir blaðrandi við tölvurnar sínar.
mbl.is Gates: Tölvunotkun mun breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband