Færsluflokkur: Vefurinn
Föstudagur, 16. maí 2008
Fréttamyndir mbl.is
Stjórn mbl.is hefur markað nýja stefnu hvað varðar myndir með fréttum vefsins. Frá og með deginum í dag munu einungis birtast myndir af seðlabankastjóra, Davíð Oddssyni, með öllum fréttum.
Í samtali við Bergmálstíðindi sagði Sigfinnur Sindrason, umsjónarmaður mbl.is þetta fyrst og fremst spara kostnað. Við höfum verið með allt of marga ljósmyndara á okkar snærum. Þeir hafa tekið urmul mynda á degi hverjum sem reynast svo vera einnota. Með þessu móti getum við endurnýtt þær myndir sem til eru. Svo eigum við líka böns af myndum af kallinum segir Sigfinnur.
Í dag hafa fyrstu þrjár myndirnar verið birtar.
Þessi mynd fylgdi frétt af síldargöngu við Ísland.
Þessi mynd fylgdi frétt af málefnum sjúkraliða hjá Landspítalanum.
Þessi mynd fylgdi frétt um leiki Landsbankadeildarinnar.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Enn um stóra-auglýsingamálið
Sá eða sú sem sér auglýsinguna á mínu bloggi má láta mig vita.
Það eru til lausnir við öllu. Líka auglýsingum.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Sultugums
Meira fjas um blog.is.
Nú er ekki hægt að upphlaða myndböndum. Þau eru að eilífu 'í vinnslu'. Ég prófaði að setja inn aftur, myndband sem ég henti út í morgun og hafði virkað áður. Spekingarnir hjá blog@mbl.is eru of uppteknir til að svara kvörtunum notenda. Líklega vegna manic depression, af völdum yfirstandandi mótmæla vegna NOVA-auglýsingarinnar.
Ég brá á það ráð að vista skrána úti í bæ og setja media player object inn í færsluna mína, sem vísar á skrána. Það er að virka, meðan blog.is er með kúk í brók.
Allt er þetta þó afar jákvætt, þar sem það gefur fjasþörf minni byr undir báða vængi.
Fjas er til framdráttar!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Hænuegg
Hvort kom á undan, hænan eða eggið? það er spurningin. Allavega hóf ég þetta blogg til að hafa í frammi fjas, um allt og ekkert. Bloggið er þar með verkfæri mitt til að útbreiða fjasið. þegar málið er orðið þannig að fjasið er farið að beinast í æ ríkari mæli að blogginu sjálfu, eða réttara sagt kerfinu sem hýsir það, er ekki nema von að maður klóri sér í hausnum.
Nú hefur myndbandið góða verið 'í vinnslu' í aðra sex tíma, eftir að ég setti það inn upp á nýtt. Snillingarnir hjá blog@mbl.is, sem er netfangið sem gefið er upp á kerfisblogginu, hafa ekki svarað póstinum mínum enn, sem ég sendi klukkan 11.
Ég mun vera með uppsteit og halda úti fjasi um þetta mál út í hið óendanlega, gerist ekkert.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Einföld lausn stóra-auglýsingamálsins
það er til einföld lausn við að fela auglýsinguna margumtöluðu, sem og annað 'content' í vefsíðum. Til þess þarf hvorki að dánlóda einhverjum tólum eða fara með töfraþulur.
Útlit síðanna er skilgreint í svokölluðum stílsíðum (css skrám). Auðveldlega má skilgreina sína eigin stílsíðu sem breytir sjálfgefinni hegðan þeirra vefsíða sem maður skoðar.
Eftir stutta og einfalda rannsókn, með að skoða kóða blogsíðanna, bjó ég mér til einfalda stílsíðu sem ég skilgreindi síðan í vafranum mínum. Með þessari litlu stílsíðu minni losna ég við umrædda auglýsingu inni á bloggi hvers bloggara. Annarsstaðar er hún birt, sem og allar aðrar auglýsingar og efni. Það var líka tilgangurinn, að losna einungis við hana af persónulegum bloggsíðum.
Trixið er þetta:
Búa til css skrá (t.d. blog.css) og setja þessar línur í hana:
#system-right-ad { display: none !important; }
#system-right #right-ad { display: none !important; }
Reyndar er nóg að setja aðeins aðra hvora línuna en allur er varinn góður, sagði nunnan. Skráin er síðan vistuð á disknum.
Í Internet Explorer þarf síðan að fara í 'Tools'->'Internet Options' og smella á 'Accessibility' hnappinn, neðst. Í glugganum sem þá opnast skal haka við 'User style sheet' og setja slóðina á skrána í textasvæðið fyrir neðan. Loka svo með 'OK' og VOILA!!
Lifi byltingin!
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Sultublogg?
Keyrir vefþjónn blog.is í sultukrukku?
Ég hef áður gert athugasemd og aðra til, við tiktúrulega hegðan bloggkerfisins. Nú er boðið upp á nýja gerð sultu. Ég reyndi að setja inn video í gær. Eftir að hafa upphalað því, birtist texti sem sagði að myndbandið væri 'í vinnslu'. Sex tímum seinna var það enn 'í vinnslu'. Stærð myndbandsins er tæplega 1,5 MB. Fyrir á svæðinu mínu var eitt myndband, upp á rúmlega 1 MB. Í morgun eyddi ég hvoru tveggja út. Gamla myndbandinu sem og því sem var 'í vinnslu'. Ef vera skyldi að orsökin væri plássníska hjá blog.is. Ég upphalaði síðan nýja myndbandinu aftur. Nú hefur það aðeins verið tæpan klukkutíma 'í vinnslu'.
Líklega þarf sultuhleypirinn að taka sig aðeins. það verður forvitnilegt að fylgjast með því í dag.
Vefurinn | Breytt 15.2.2008 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)