Færsluflokkur: Spaugilegt

Snilldarlegur leiðarvísir umboðsmanns skuldara

Á vef umboðsmanns skuldara er að finna leiðavísi vegna greiðsluerfiðleika. Þar er spurt hvort maður geti greitt alla reikninga sína í hverjum mánuði og svarmöguleikarnir eru tveir. Nei og já.

 ums1

Sé maður í basli og velji nei, fylgja aðrar spurningar á eftir. Sé maður hins vegar í góðum málum og velji já, þá birtist þessi gluggi:

ums2

Þetta er hrein snilld!

 

Ég legg til að SÁA setji samskonar könnun á sinn vef. Spurningin gæti verið eitthvað á þessa leið:

„Kemur fyrir að þú neytir áfengis eða annara vímugjafa?“

Svarmöguleikarnir, já og nei.
Velji maður já, fylgi ítarlegri spurningar í kjölfarið. Velji maður nei, birtist textinn:

„Miðað við upplýsingarnar sem þú settir inn getur hentað þér að fá áfengis- og vímuefnaráðgjöf.“

 


Getur einhver sagt mér...

...hvað uppbrettir gluggar eru?

Hyundai

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband