Færsluflokkur: Dægurmál

Athyglisvert, en þó ekki

72% fólks er hlynnt reykingabanninu.

11% fólks er alveg sama.  

17% fólks er andvígt banninu.

Förum í smá talnaleik. Gefum okkur fyrst að 11 prósentin, þeirra sem er alveg sama, dreifist jafnt milli þeirra sem eru hlynnt banninu og hinna sem eru andvíg (5,5% á hvorn hóp).

Þá fáum við.

77,5% hlynnt banninu.

22,5% andvíg banninu.

 

Þegar þetta er skoðað með hliðsjón af síðustu könnun Lýðheilsustöðvar á umfangi reykinga.

46,5%* fólks hafa aldrei reykt. (46,6%*)

31% fólks hafa reykt, en eru hætt (nýlega eða fyrir löngu).

22,5% fólks reykja (lítið eða mikið)

*í skýrslunni er ósamræmi. samkvæmt henni var 100,1% þátttaka. Ég kroppaði 0,1% af reykleysingjunum.

 

Ef við skiptum þessu í tvo flokka, þeirra sem reykja og hinna sem ekki reykja.

77,5% reykja ekki.

22,5% reykja.

 

Jæja? 


mbl.is Ánægja með reykingabann á veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigð skynsemi

þetta ætti að vera hverri manneskju ljóst, með vott af heilbrigðri skynsemi. Gott samt að fá hávísindalega staðfestingu á málinu.


mbl.is Pabbar auka hamingjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er atvinnuskapandi

Já, það liggur fyrir að ég hefi skapað, a.m.k. einum forritara hjá blog.is/mbl.is verkefni. Fyrst fyrir helgina (líklega á föstudag) og síðan aftur í dag. Gaman að vera atvinnuskapandi maður. Ekki síst þar sem ég sjálfur forrita fyrir salti í grautinn og skil þ.a.l. þá elju og festu hvers forritara sem settur hefur verið til höfuðs mér. Auðvitað veit ég að stríð við þann sem vefinn rekur er tapað frá upphafi. Sá hinn sami hefur aðgang að öllu sem ég hef og að kerfinu að auki. Samt er gaman að vera óþekkur og halda einhverjum við efnið. Ég veit ekki til að ég sé að brjóta neina þeirra skilmála sem ég ku hafa samþykkt, enda er ég hér ennþá. Ég reyndar held þeir sem stjórna hér hafi lúmskt gaman að, enda er ég með stráksskap mínum að benda þeim á göt í kerfinu þeirra.

Fyrir þá sem þetta lesa, en málið ekki þekkja. Málið snýst um að losna við auglýsinguna, hér hægra megin. Mér er nokk sama um hana. Ég er bara eðal þverhaus.

Fyrst sá ég leið til að breyta stílsíðu þess þema sem maður notar. Nú hafa mbl menn filterað út þær línur sem þar skyldi setja.

Næst setti ég <style> tag með öðrum hætti í síðuna. Í dag hafði greinilega einhver forritarinn verið settur í að fikta við það. Skipunin &#39;!important&#39; er nú síuð burt.

Enn hef ég tromp í erminni. Það er gott að eiga langa ermi. Eitt sem ég prófaði um helgina en tók aftur út. Læt það bíða um sinn og leyfi þeim að þurfa að vakta bloggið mitt.

Annars nenni ég ekki endalaust að berjast við vindmyllur, en gaman að reysa nokkrar vindmyllur til að halda mönnum við efnið.

Ég er ekki að brjóta neina skilmála sem ég hef samþykkt hér, svo þetta er bara gaman.


Bushwhacked

GWB 

Á þvælingi mínum um netið, rakst ég á wiki-síðu, sem segir frá Bushwhacked mp3 sem er ræða GWB, sett saman (búin til) af breska spéfuglinum Chris Morris, eftir 11. sept. 2001. Síðar var gerð önnur klippa í svipuðum dúr.

Klippurnar voru birtar hér.

Ég notaði þessar klippur sem tilraunaverkefni í að skeyta tónlistarspilara í bloggfærslu.

Vesgú.

 


Pabbi

Ég gleymi aldrei þeirri tilfinningu að verða pabbi. Þegar frumburðurinn fæddist og ég stóð  frammi fyrir þeirri staðreynd að þarna væri mættur aðili, mér alls ókunnur, sem mér bæri að varðveita og  elska.

Síðan eru liðin mörg ár. Mér finnst samt alltaf jafn gaman að heyra mig kallaðan pabba. &#39;Pabbi,  blablabla&#39; og &#39;Pabbi, mémémé&#39; alveg algjört æði. Ég á líka svo æðisleg börn Wink


Vinsæl blog

Smá pæling hjá mér. Ég hef verið að gera ó-vísindalega könnun á hvaða blogg birtast efst á blog.is.

Ég veit ekki hver algóritminn er við að velja hvaða blog skuli birt þarna, en í fljótu bragði sýnist mér að þar séu helst vinsæl blog. Kannski önnur fái að fljóta með, &#39;at random&#39;. Þó hef ég tekið eftir einu bloggi sem birtist þarna ansi oft án þess þó að vera endilega á lista yfir þau vinsælistu.


Hvað er málið?

Einhver þarf að flytja sig, vegna þess að eigandinn ætlar sér aðra hluti með eign sína?

Daglegt brauð. Hvað er málið? Er þetta frétt?


mbl.is Þórarinn flytur úr Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Y

Eftir því sem blogg hefur orðið sífellt vinsælla hef ég betur og betur tekið eftir hve hátt hlutfall fólks er illa að sér í stafsetningu. Látum málfræðina liggja milli hluta. Eitt helsta einkennið er að vita ekki hvenær skal skrifa &#39;i&#39; eða &#39;y&#39;. Ég lái fólki svo sem ekki að velkjast í vafa með það. Sjálfur er ég ekki alltaf of viss og reglurnar dekka ekki allt saman. Mér er þó það til happs að hafa gott sjónminni, sem hefur hjálpað mér mikið með þetta sem og annan lærdóm. Þó man ég alltaf að einn íslenskukennari minn sagði, að sértu í vafa um hvort nota eigi einfalt eða ypselon, notaðu þá einfalt.

Það er alveg ótrúlega algengt að sjá notað &#39;y&#39; á ólíklegustu stöðum. Nýjasta &#39;trendið&#39; í umræðunni þessa dagana, um Orkuveitudæmið allt, er að tala um REY þegar menn eru að tala um REI.

Mykyð er ég hyssa!


Skyldi ég fá dóm?

Fyrir að neita að selja framsóknarmanni notaða ritvél?
mbl.is Sektuð fyrir að neita að selja lesbíu hvolp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Exsqueze me!

þeir hjá mogganum hafa ákveðið að leyfa ekki að blogga um fréttirnar af flugvélarhrapinu í dag. Ég blogga nú samt.

Fyrst þegar ég heyrði frétt af málinu var umrædd flugvél í ca 60 sjómílna fjarlægð, vestur af Keflavík. Þá var rellan enn í nokkurri hæð og átti þ.a.l. eitthvað eftir áður en hún lenti í hafinu. Flugmaðurinn hafði fyrst sagt að annar hreyfillinn væri stopp og honum tækist ekki að dæla bensíni milli tanka. Næst tilkynnti hann að hinn hreyfillinn hefði slökkt á sér.

Hvenær fór björgunarþyrla af stað?

Biðu menn eftir að vélin hyrfi af ratsjá, áður en farið var í loftið?

Mér finnst vanta svör!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband