Færsluflokkur: Menning og listir

Júgraviðsjón

Díana, frá Úkraínu mætti eins og fluga á svið en yfirgaf það sem Stevie Wonder. Flott stökkbreyting.

Ungverjar mæta með lag í rólegri kantinum. Þó melódía og þíður ungverskur texti, nema hvað viðlagið er á norsku.

Nú er það lagið Vodka, frá Möltu. Á líklega að vera einskonar eurodance-lag, en hljómar meira eins og ska. Skál.


Júravisjón

Búlgarar stigu á svið með lag þar sem heyra mátti smá electro funk áhrif, ásamt skrykkdansi (man einhver eftir þeirri þýðingu á 'breakdance' ?)

Atriðið ágætt en lagið...

...jæja baunar mættir á svið, með melódískt lag.


Júrótíðindi

Þerr má til gamans geta að Barði Jóhansson seldi Lettum lag sitt, 'Hohoho we say heyheyhey', sem Lettarnir voru að enda við að flytja með góðum árangri, á lettnesku.

Later...


Júrogarðurinn

Rétt er að geta þess að í augnablikinu er lítið að gerast í júrókeppninni. Eftir að sænsk/forngríska styttan steig af sviðinu hafa nokkrir flytjendur spreytt sig á gömlum íslenskum slögurum, í nýjum útsetningum þó. Þar ber helst að telja; 'Sjipp og hoj', 'Nína og Geiri' og 'Ég er á leiðinni', svo einhverjir séu nefndir.

Nú eru á sviðinu, hinar tékknesku 'Spicze girzky' sem flutti lagið 'Spiczky a heimzky'.

Óver and át og öppdeit skömmu síðar.


Júrógarður Bergmálstíðinda

Sem öflugur og vakandi fréttamðill hafa Bergmálstíðindi ákveðið að standa júróvaktina.

Rétt í þessu luku íslensku flytjendurnir sér af. Flutningur íslenska atriðsins þykir hafa heppnast afar vel. Söngurinn góður, sem og allar danshreyfingar og einnig sú list að ná að horfa og brosa í rétta myndavél hverju sinni.

Næst á svið steig hin sænska Carola. Henni er vorkunn að hafa stigið á svið næst á eftir íslensku flytjendunum, þar sem hennar hreyfingar minntu helst til á forngríska bronzstyttu.

Verið onnlæn og fylgist með ferskum fréttum Bergmálstíðinda í kvöld.

Óver and át.


Við hefðum átt að hlusta á Ísland

Leikarinn Dustin Hoffman, sem klæddi sig upp sem kalkúnin Coochie í því augnamiði að fá hlutverk í Evrópusöngvakeppninni, segir það hafa verið mistök.

„Hefði ég reynt að fá hlutverk í Húsdýragarðinum hefði allt annað verið uppi á teningnum“ segir Dustin. „Kalkúnar tilheyra alveg á svoleiðis stað, en ekki í svona keppni. Rétt eins og fuglahræða á alveg heima á engjum, en ekki í söngvakeppni.“

Þar vísar Dustin til keppanda Íslands árið 2006, Sylvíu Nóttar.


mbl.is Dustin: Við hefðum átt að hlusta á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrri riðli lokið

Fyrri náriðill Evrópusöngvakeppninnar fór fram í kvöld. Meðal þeirra sem komust áfram voru lög norðmanna og finna. Norðmenn fluttu flatneskjulegt lag sitt Lag mig ned, sem var tileinkað dönsku landslagi og Finnar fluttu lag sitt Urkülaaali uggulala, sem á Íslensku myndi útleggjast sem Gobbeddígobb, gemmér bjúgu.

Athygli vakti að lag Grikkja komst áfram. Líklega vegna þess að það var sungið á enskri tungu og dansað samkvæmt sænskri formúlu. Lag Grikkja, Do my boobs, flutti hin Karþagóska Kalomira. Meðdansendur hennar, þeir Nikos og Petris, léku sinn leik vel og þóttu lifa sig einstaklega vel í textann.

Do my boobs

 

 

 

 

 

Nikos og Petris brjóstumkenna Kalomiru.


mbl.is Noregur og Finnland áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Evrópusöngvakeppni

Evrópusöngvakeppnin er nú haldin í fyrsta sinn með nýju sniði. Breytingarnar eru þær að nú er keppt í tveimur undanriðlum og síðan lokakeppni þeirra sem komast upp úr riðlunum. Já og gullkálfanna sem þurfa ekki að taka þátt í undankeppni, sökum fjármagns. Önnur breyting, sem einfaldað hefur keppnina til muna, er að nú flytja allir keppendur sama lagið, en mega velja eigin útsetningu, búninga og tungumál.

Það er t.d. nýlunda að Finnar hafa nú fundið sinn takt í keppninni, sem var þróaður í samvinnu við félag hestamanna í Finnlandi, eftir að hafa einokað botnsætin um margra ára skeið. Nú, sem og undanfarin 2 ár, hafa Finnar haldið sig við gobbeddígobb útfærsluna. Hún virðist skila Finnum að jafnaði 8 stigum meira að meðaltali en gamla útfærslan, sem kennd var við Múmínálfana.


Sökkvandi húsnæðismarkaður

Borgarstarfsmenn eru nú í óða önn að koma fyrir listaverkinu Húsnæðismarkaður á heljarþröm, í NA horni tjarnarinnar í Reykjavík. Verkið er eftir myntlistamanninn Davíð Oddsson og mun eiga að vera táknræn lýsing á stefnu Seðlabankans í stýrivaxtamálum.

Verkið verður til sýnis almenningi um helgina.


mbl.is Húsi sökkt í Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæjarins bestu.

Með fullri virðingu fyrir þessari ágætu konu.

Mér finnst skondið þetta með að útnefna bæjarlistamenn, bæjarskáld og slíkt. Svona tilbúnar jötur fyrir útvalda. Bæjarins bestu. Ég geri hér með tilkall til titilsins bæjarfjasari Reykjavíkurhrepps.


mbl.is Útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband