Klappstýran okkar

Forseti Íslands hefur af mörgum verið kallaður klappstýra útrásarvíkinganna.

Ég ætla svo sem ekki að mótmæla því. Hann gerði mikið úr víkingunum. Ég held þó að fáir séu til þess bærir að ráðast á hann fyrir það. Ég held hann hafi í einlægni trúað að í loftinu fælust galdrar. Rétt eins og restin af þjóðinni. Líka þeir sem hvað mest hafa kallað hann klappstýru. Líka Hólmsteinninn sjálfur, sem vildi gefa í.

Sagði ekki einhver; sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstan steininum? Uss. Ég, guðlaus maðurinn farinn að vitna í ésú.

Þegar reykskynjararnir fóru í gang, árið 2006, ákváðu allir að í stað þess að slökkva eldana væri einfaldara að setja tappa í eyrun.

Out of sight, out of mind.

Síðan fór allt eins og það fór. Maybe we should have...

Síðustu daga hefur það verið forsetinn sem hefur komið fram í breskum fjölmiðlum að skýra málið og stöðu Íslands gagnvart bretum og hollendingum. Nú hefur hann gengist við því hlutverki að vera klappstýra Íslands, sem er einmitt djobbið sem hann var ráðinn í.

Í fyrradag var hann, til að mynda, í viðtali í þættinum Newnight á BBC, hvar úlfurinn Jeremy Paxman ætlaði sér að salta hann. Reyndin varð önnur. Það var forseti Íslands sem saltaði spyrilinn. Síðan endurtók hann söltunina í gær, í viðtali við fréttastofu Bloomberg.

Ég klappa fyrir klappstýrunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.... ég klappa fyrir þessum pistli.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.1.2010 kl. 05:07

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég klappa fyrir Jenný fyrir að klappa fyrir þessum pistli. 

Anna Einarsdóttir, 9.1.2010 kl. 11:49

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ekkert annað í ztöðunni en að klappa fyrir Önnu, fyrir að klappa fyrir Jenný, zem að klappaði fyrir piztlinum...

Ég ætla að zleppa ~ætóldjúzóinu...~

Steingrímur Helgason, 10.1.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband