Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Skotið í slána
Nokkuð hefur borið á því, í leikjum íslenska handknattleikslandsliðsins, að þeir hafi skotið í slána.
Ekki er bara að slíkt komi niður á markatölum liðsins, heldur hafa evrópusamtök slána mótmælt framferðinu harðlega með eftirfarandi yfirlýsingu:
Evrópusamtök slána mótmæla hér með þeirri meðferð sem austurrískir slánar hafa mátt sæta af hálfu íslendinga á evrópumótinu í handknattleik. Farið er fram á að þessari niðurlægjandi meðferð verði hætt nú þegar. Slánar hljóti að eiga jafnan rétt og aðrir til að horfa á handbolta.
Virðingarfyllst
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.