Skjaldborgarfargan

Ég er svo til hættur að nenna að blogga. Nennuleysið hefur minnst með Hádegismóann að gera, heldur helst hve þjóðmálaumræðan er hefur verið svo súr lengi og súrnar með degi hverjum. Sagði við vinnufélaga minn í dag að best væri að fara í frí til BNA og fá ná sér í eðal ignorance. Hætta að hugsa um þetta eilífa karp.

Ormagryfjan opnast meira með hverjum degi og spillingin útrásarvíkinga og bankamanna orðin svo æpandi.

 

Annars heyrði ég í Spegli kvöldsins, af viðbrögðum ráðamanna við þeirri staðreynd að mikill meirihluti þeirra sem hafa þurft að nýta sér „úrræði“ ríkisstjórnarinnar, telja þau ekki virka.

Man ekki hvort það var sjálf Jóhanna af Örk, eða einhver annar, sem var svo obboðslega hissa á því. Eftir öll töfrabrögð Árna Páls og Joðhönnu. Botna bara ekki neitt í neinu.

Snillingarnir fatta ekki þá einföldu staðreynd að fólk krefst réttlætis. Jú, kannski barbabrellur Árna Páls lækki greiðslubyrði. Hins vegar lækka þær ekki skuldirnar. Bara fresta málum. Fólk er ósátt að þurfa að sitja uppi með auknar, stökkbreyttar skuldir.

Einfaldasti tréhaus ætti að sjá það.

Greinilega eru einhverjir með massívari höfuð en það, að þeir telja að allt verði í gúddí bara við að lengja í snörunni. Ekki að koma til móts við réttlætiskröfurnar, heldur að strjúka rassa látveitenda og  beita barbabrellum til að telja fólki trú um að það sé verið að gera eitthvað fyrir það.

Fólk er hins vegar ekki fífl og sér í gegn um vitleysuna.

 

En út í allt annað.

Vinur minn benti mér á þessa snilldarklippu. Vel til þess fallin að verða sér út um hinn besta hroll.

Ég er ekki frá því að hljómborðsleikarinn minni eilítið á íslenskan tónlistarmann, svona í útliti Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skjaldborg - verður sennilega eitt hinum eftirmynnilegri öfugnefnum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.2.2010 kl. 20:44

2 Smámynd: Ásdís Björg Jakobsdóttir

Bara blogga um eitthvað jákvætt,,held það sé erfitt að fá leið á því og taka dill á það á meðan eins og maðurinn í vidjóinu gerir. Ef þú lendir í vandræðum með að dilla þér þá er ráð að setja tíkall milli tánna skulum við segja, og reyna svo að gyrða hann upp þangað sem sólin skín ekki, án þess að nota hendurnar

Ásdís Björg Jakobsdóttir, 2.2.2010 kl. 22:15

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

byrjaði sem eðal þýsk klámmynd. svo bara kom ekkert klám. bara pervertalegi hljómborðsleikarinn Sverbert von Stürmskehr. ég orðinn sybbalingur og ætla að lúlla mér.

Brjánn Guðjónsson, 2.2.2010 kl. 22:49

4 identicon

Ég mæli með fréttabanni!!! - Fer í slíkt reglulega!!

Frk. Laxmýr (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:32

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ja hérna - þ.e. eins og að ganga blindur fram af hengiflugi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.2.2010 kl. 00:54

6 Smámynd: Ásdís Björg Jakobsdóttir

Það ætti að vera fullfært um að toga í spottann á fallhlífinni eins og annað fólk.

Með von um að ganga ekki fram af neinum.

*peace*

Ásdís Björg Jakobsdóttir, 3.2.2010 kl. 03:03

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Er það ekki kjarni (vanda)málsins, að "fatta ekki þá einföldu staðreynd að fólk krefst réttlætis"? Held að þessi setning hitti einmitt beint á það.

Haraldur Hansson, 3.2.2010 kl. 13:08

8 Smámynd: Eygló

Ætli þetta sé frá því að hann var ungur eða frá Tælandstímabili skáldsins?

Eygló, 4.2.2010 kl. 01:52

9 identicon

lagið er komið í ipodinn minn nú þegar.  Stuð að eilífu bara og Brjánn ég veit að þú fílar dansmeyjarnar geðgóðu, þetta eru þínar týpur gætu verið þýskar meira að segja. Að vísu finnst mér vanta asískar geitur þarna inn til að toppa þetta.  Finndu nú e-ð gott asískt popp og láttu það rata hingað inn ;)

Jóka eðalgeit

Jóka (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 10:33

10 identicon

ps. Jóka geit sem rambaði á nýjan gordjös geitabónda.  Geitabónda sem er obsessed af geitinni sinni. Lífið er dásamlegt mememe :)

Jóka (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:17

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég samgleðst þér, Jóka

Brjánn Guðjónsson, 4.2.2010 kl. 19:01

12 identicon

Takk elsku besti Brjánn.  Fallega sagt.  Þykir vænt um þig gamli geitabóndinn minn.   

Jóka (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 19:33

13 Smámynd: Ásdís Björg Jakobsdóttir

Vá, fjósalyktin hérna

Ásdís Björg Jakobsdóttir, 4.2.2010 kl. 20:35

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

einhver að missa sig í ruglinu?

Brjánn Guðjónsson, 4.2.2010 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband