iPad

Nýverið héldu Steve Jobs og félagar, enn eina hallelújasamkomuna.

Þær eru býsna vinsælar, hallelúja samkomur þeirra eplabænda, hvar aðal mætir í gráa/svarta langermabolnum, eða rúllukragapeysunni og hallelújar yfir lýðnum.

Nú var það nýjasta afurð eplabændanna, iPad. iPad er ætlað að keppa við afurð Amazon, Kindle, sem verið hefur á markaði um nokkurt skeið. iPad mun þykja eilítið poppaðri en Kindle. T.d. skilst mér að Kindle skorti hinn nauðsynlega fídus, baklýsingu.

Eplabændur mega eiga að þeim hefur tekist, síðan þeir drógu sig upp úr dauðadalnum og komu fram með iTunes, að trylla lýðinn með „nýjungum sínum.“ Eiga það reyndar sameiginlegt með erkifjandanum Billa (Gates) að finna fæst upp sjálfir, heldur taka upp uppgötvanir annarra, minni spámanna og poppa þær eilítið upp. Svo er með iTunes, iPod og nú iPad.

En aftur að hallelújasamkundunni. Þegar selja skal eitthvað, er betra að tala sem minnst um tæknilega hluti og önnur leiðindi, en tala þeim mun meira um stórkostlegheitin. Þetta kunna eplabændurnir vel.

Hér er stytt klippa af síðustu samkomu. Fitan skorin burt og kjarni samkomunnar skilinn eftir.

 

Væri Dolli uppi í dag hefði hann brugðist svona við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband