€vróvisjón

Nú hefur RUV tekið þátt í €vrópsku sönglagakeppninni í 24 ár.

Á þeim tíma hafa ýmsar leiðir verið farnar til að finna það lag sem keppa skal fyrir Íslands hönd hverju sinni.

Oftast undankeppnir, en stundum útvaldir fengnir til að semja lag.

Þegar útvaldir hafa fengið tækifærið hafa ekki heyrst önnur lög, en í undankeppnunum hefur fólki boðist tækifæri að heyra nokkur lög. Oftast hafa leynst ágætis lög inn á milli. Ég man ekki til þess að öll lögin hafi verið ónýt.

Fyrr en nú.

Mér finnst stórmerkilegt að 14 ónýt lög hafi verið valin úr þeim fjölda sem inn var sendur. Innsend lög hafa örugglega skipt hundruðum. Fimmtánda lagið var útvalið.

Mér þykir það sæta furðu að kannski öll 200 (eða eitthvað) innsendu lögin hafi verið ónýt. Þykir það ósennilegt.

Held að málið snúist um dómnefndina, sem enginn veit hvernig var skipuð.

Tek fram að sjálfur átti ég ekki lag, svo það sé á hreinu.

 

Í kvöld stendur þjóðin frammi fyrir erfiðu vali. Að velja skársta kostinn af mörgum slæmum. Hljómar eins og Icesave. Kannski það sé hlutskipti íslendinga að þurfa almennt að velja milli slæmra kosta.

 

Svona eins og við kjörborðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég vil sjá Hvanndalsbræður áfram en þó mætti íhuga að fá vanari söngvara í einsönginn.

Anna Einarsdóttir, 6.2.2010 kl. 21:27

2 Smámynd: Brattur

Já sammála Önnu Hvanndalarokkið hljómar skást...

Brattur, 6.2.2010 kl. 21:29

3 Smámynd: Brattur

Heyrðu, svo vann lélegasta lagið af þessum sex !!!

Brattur, 6.2.2010 kl. 23:23

4 identicon

Brjánn þú sendir næst inn !!

Jóka (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 16:39

5 identicon

Þetta er lélegasta og ófrumlegasta keppni sem ég hef séð lengi.

Lögin leiðinleg og eins og margur hefur sagt : Er verið að senda annað this is your life lag út....

Hefði viljað Hvanndalsbræður

Frk. Laxmýr (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 00:27

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en ég dáist að dívunni sem syngur lagið, að vera svona kokhraust. ætlar sér sigur og ekkert annað. óttast þó að hún nái ekki upp úr undankeppninni.

„This is your life“ hafði þó til að bera einhverja greddu sem lagið í ár skortir. eins var það lag mun melódískara.

Brjánn Guðjónsson, 10.2.2010 kl. 00:36

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, Jóka. kannski sendi ég inn spiladósina næst.

Brjánn Guðjónsson, 10.2.2010 kl. 01:02

8 identicon

Spiladósin er yndislega fallegt lag.  Lætur mér líða vel alla vega.  Ég hlusta á það af og til ;)

Jóka (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband