Skuldir heimilanna

Sú var tíð er Jóhanna af Örk barðist fyrir réttlætinu. Hún var hins vegar Frönsk.

Önnur Jóhanna sagðist einnig ætla að berjast fyrir réttlætinu, en hefur síðan tekið sér krónísk frí frá störfum og látið fjósamann sinn, Joð, sjá um húsverkin.

 

Sú réttláta krafa almennings að leiðrétta hin stökkbreyttu lán hafa farið inn um annað eyra ráðamanna og út um hitt.

Undanfarna daga hafa borist fréttir af milljarðatuga afskriftum til handa þeirra dólga sem „eiga“ hin og þessi fyrirtæki. Eignirnar eru oftar en ekki loftkenndar.

Hins vegar, þegar kemur að skuldum Jóns og Gunnu, kemur annað hljóð í strokkinn. Afskriftir skulda þeirra, sem líklega samtals eru á svipuðu róli og skuldir eins dólgs, koma ekki til greina.

Þá tala menn um nýtt hrun.

 

Húsnæðismarkaðurinn er við alkul og ekkert í pípunum að það breytist.

Það þarf ekki meira en heilbrigða skynsemi til að sjá hvers vegna. Húsnæði er yfirveðsett. Þökk sé hinum stökkbreyttu skuldum.  Sá sem skuldar meira af íbúð sinni en hann fengi nokkurntíma greitt fyrir hana, getur ekki selt hana. Það er morgunljóst.

Ástæðan fyrir yfirveðsetningunni eru hinar stökkbreyttu skuldir og ekkert annað.

Þetta er ástæðan fyrir að húsnæðismarkaðurinn er í frosti.

 

Réttlátar afskriftir skulda heimilanna myndu leysa málið. Það vill bara enginn vita það. Það er greinilega notalegt að stinga hausnum í rassgatið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ég skil ekki af hverju ríkisstjórnin tekur ekki á þessu máli... það þarf að færa húsnæðisskuldirnar niður... það er stærsta vandamálið sem við okkur blasir í dag... ótrúlegt að ekkert skuli gert í þessu...

Brattur, 14.2.2010 kl. 21:58

2 identicon

ég setti íb.lánið mitt í frost í fyrra.  Nú er frostið búið.  Ég gerði það ekki að gamni mínu. Í fyrra hafði ég þann kost að sækja um eins eða tveggja ára frost en sótti um eitt ár til að byrja með.  Núna þar sem aðstæður hafa ekkert breyst frekar versnað ef e-ð þá ætlaði ég að sækja um frh.  Ég fór í ráðgjöf hjá ráðgjafastofu heimilanna og lagði fram öll gögn again og svörin sem ég fékk voru þau að ég væri of "rík".  Ætti of mikla peninga því ég var aðeins í mínus 5000 skv. útreikningi ráðgjafast. heimilana.  Ég spyr bíddu -5000 hver lifir af því og hún gat eiginelga ekki svarað.  Ég skellti á.  Það var hringt stuttu seinna og ráðgjafinn fór aftur yfir málin og predikaði ýfir mér að ég yrði að gera mér grein fyrir því að lánið mundi hækka ef ég setti þetta endalaust í frost.  Ég sagði ég  mun aldrei getað eignast þessa íbúð hvort eð er í þessu ástandi þannig að ég er nú bara að reyna að lifa af mánuðinn.   Bíddu er þetta lið heiladautt.  Fær eflaust ordrur af þingi að segja þetta og hitt. Svo kom besti punkturinn í lokin þegar gellan sagði:  ég ætla bara ráðleggja þér eitt að það væri kannski doltið sniðugt fyrir þig að reyna að spara".  Veistu mig langaði að arga í símann.  Ég benti henni á viðtal við Jóhönnu snilling í Kastljosi þar sem hún sagði að ny ráð væru á leiðinni og fólk ætti að bíða rólegt.  Þá kom:  nei vinan mín ég get lofað þér því að það verður ekkert gert fyrir fólk eins og þig.  Ok fólk eins og mig.  Gott að vita það að ég er "svona fólk".  Mig langar ekki að búa á þessu fokking skeri lengur.  Hér er spilling dauðans sem heldur áfram og áfram og áfram.  HELVÍTIS FOKKING FOKK !!! segi það og skrifa

Jóka (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 22:37

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Já Jóka. Þetta er blessuð skjaldborgin í hnotskurn.

Joð & co hefur líka tekið þá stefnu að hækka álögur, s.s. áfengisgjald, sem átti að skila meiru á kassann. Hið rétta er að það hefur einungis leitt til samdráttar í neyslu (fleiri farnir að brugga) og í besta falli standa skatttekjurnar í stað. Það sem eftir stendur er að hækkun á áfengi hefur hækkað neysluvísitöluna og þ.m. skuldir okkar.

Blessaður sé Joð og hans mikla innsæi.

Brjánn Guðjónsson, 15.2.2010 kl. 20:05

4 identicon

Já ertu farin að brugga rass ?

Jóka (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 22:57

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei, en alþýðan er farin að gera það

Brjánn Guðjónsson, 15.2.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband