Seðilgjöld

Kannski ég sé farinn að kalka, en ég man ekki betur en að hátt í ár sé liðið síðan ríkið setti blátt bann við innheimtu seðilgjalda.

Svo er ríkisbatteríið sjálft, Íbúðalánasjóður, að innheimta seðilgjald.

Seðilgjald

Það má svo sem setja það í skrautbúning og kalla, útskriftargjald, olnboga- eða úlnliðsgjald, eða bara tilkynningar og greiðslugjald.

En seðilgjald er það og seðilgjald skal það heita.

Lifi gjaldborgin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir klína öllu fjandann á okkur í formi þess og hins hvort sem það heitir seðilgjald, áfengisgjald eða e-ð annað.  Ætli komi ekki bráðum skrefgjöld fyrir hvert gengið skref. 

Ég ætla að skrifa bréf til Jóhönnu og spurja hana ráða.  Láta hana upplýsa mig um alla  þessa gullmola sem hún og hennar lið kynna á hverjum degi en svo þegar maður fer í  bankana eða til ráðgjafa þá eru engin ráð í boði.  ENGIN !!Þetta er loftbrú ekki velferðarbrú og já gjaldborg eins og þú orðar vel.  Bara verst ef ég sendi á kellu bréf að það fer beint í gegnum málpípuna hennar hann H. sem er fullur af lofti líka. Spurning hvort ég eigi að skrifa bréfið á ensku.  Hún er nú snillingur í oxford enskunni blessunin.  Þetta er yndælt líf. 

Ég er komin með díler sem selur extra fínan landa á fínu verði ef þú vilt vita af því.  Maður bjargar sér jú í kreppunni :D  Slátur og landi er málið í dag. 

Jóka (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 09:05

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er enn að velta fyrir mér svarinu sem ég fékk hjá SP fjármögnun um daginn.  Mér er gert að greiða 450 krónur mánaðarlega - fyrir nú utan ránið á myntkörfunni sjálfri - og þau sögðu mér að ég gæti sloppið við að greiða 450 kr. í seðilgjald með því að fá ekki seðil og láta draga af Visakortinu eða eitthvað.... og þá þarf ég BARA að greiða 150 krónur.    Ætli ég sé þá að greiða þeim fyrir að prenta ekki út seðil og senda hann ekki ?

Anna Einarsdóttir, 17.2.2010 kl. 11:11

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

örugglega. svona ekkiseðilgjald

Brjánn Guðjónsson, 17.2.2010 kl. 11:20

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Óseðilgjald....... hljómar vel.

Anna Einarsdóttir, 17.2.2010 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband