Laugardagur, 20. febrúar 2010
Tilkynningar og greiðslugjald
Minnstist á greiðslugjöld áður.
Nú innheimtir ríkisbatteríið Íbúðalánasjóður seðilgjöld, þrátt fyrir bann.
Apparatið kallar það víst tilkynningar og greiðslugjald. sumsé gjald fyrir að tilkynna um greiðslu afborgunar. öööhhh ég veit hvenær ég á að borga, en fyrir hvað stendur greiðslugjaldið? Á maður að borga fyrir að fá að greiða? Hvurslags endemis kjaftæði er þetta?
Svo eru Joð og Árni Páll bara að bora í nefið, í stað þess að sjá til þess að eigin stofnanir fari að lögum. Er ekki kominn tími til að einhver fari að sinna starfi sínu? Ég yrði rekinn fyrir minna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Maður fer nú að missa trúa á allt og alla. Sjálfur er maður að reyna sinna sínu starfi af kostgæfni vegna þess að það er ánægjulegt og þess er einfaldlega krafist. Önnur lögmál gilda annars staðar.
Finnur Bárðarson, 20.2.2010 kl. 18:12
Skyldi vera til sérstök nafnanefnd -einhvers staðar djúpt í undirheimum kerfisins- sem hefur þann starfa að finna ný heiti yfir gamlar gjaldtökur, sem eiga að vera bannaðar ?
Er einmitt að fá alls kyns bréf með óskum, kröfum og hótunum um ófrjáls framlög, undir óskiljanlegum nöfnum.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.2.2010 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.