Markleysingjar

Sumir bloggarar leyfa ekki öðrum að gera athugasemdir við skrif sín. Kjósa heldur að básúna úr sínum fílabeinsturni.

Þar á meðal eru Björn Bjarnason, Sóley Tómasdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Bjarnason og Jónas Kristjánsson. Marga fleiri má telja til.

Yfirleitt eru fílabeinsturnabloggarar að freta úldnum fretum. Þó ekki alltaf. Jónas á til að freta ferskum fretum.

Svo eru þeir, sem vilja telja sig frelsishetjur og blogga um hve þjóðfélagið sé súrt, en bjóða þó ekki upp á umræðu um málin, eins og Bubbi. Hann bloggar á Pressunni en sér þó ekki ástæðu til að leyfa athugasemdir. Alþýðufretur, Þúsundþorskafretur, eða bara fúll fretur samkvæmt staðli?

Hver getur tekið alvarlega, fólk sem kýs að blammera án umræðu? Ekki ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Þarna er ég alveg sammála þér.
Finnst þetta aumingjans fólk eiga reglulega bágt svo ekki sé meira sagt.

Jack Daniel's, 5.4.2010 kl. 07:36

2 identicon

Heyr heyr þar hefur þú rétt fyrir þér

Loki (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 10:21

3 identicon

Sammála þér.

Rúnar (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 22:27

4 identicon

Blog sem leyfa ekki athugasemdir og/eða ritskoða athugasemdir... það eru lélegustu blog sem til eru.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 09:27

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nákvæmlega. bloggið er á á að vera lifandi og gagnvirkur miðill. hinir geta bara skrifað í moggann.

Brjánn Guðjónsson, 7.4.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband