Á að nefna fell, eða fjall?

Fellið sem myndast hefur við þetta yndislega eldgos sem bjargaði okkur úr viðjum Icesaveumræðunnar hefur verið í umræðunni og hvað það skuli heita.

Nú hefur menntamálaráðuneytið tekið af skarið og hóað saman liði til að finna nafn.

Um daginn var haft eftir einhverjum fræðingnum að eldgosið gæti jafnvel varað lengi og myndað dyngju á við Skjaldbreið. Gosið hefur nú einungis varað í rúmar tvær vikur og fellið sem nú hefur myndast gæti allt eins endað sem veglegt fjall.

All gott um það að segja að velta fyrir sér hugsanlegum nöfnum á fyrirbærið, en væri ekki réttara að bíða með nafngiftina þar til gosinu lýkur og fyrirbærið fullskapað?

Til eru fjöll sem draga nafn sitt af útlitinu, ss. Herðubreið og Keilir. Í dag er engin leið að vita hvert endanlegt útlit fellsins verður, eða hvort um myndarlegt fjall verður um að ræða.

Eigum við ekki að leyfa barninu að fæðast aður en við ákveðum endanlegt nafn á það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband