Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Golfið hans Villa
Mikið er hugmynd hans gamla góða Villa um golf handa atvinnulausum stórkostleg.
Ég hef aldrei spilað golf og á hvorki Lacoste bol né köflótta peysu. En hvílík hamingja það væri fyrir atvinnulaust fólk að spila golf.
Fyrir einhverjum árum var ég án vinnu. Þáði bætur sem dugðu kannski fyrir helmingi útgjaldanna. Þá er matur ekki talinn með.
En hver þarf að borða sem fær að spila golf í boði Villa? Maður bara safnar upp sínum skuldum, klæðist köflóttum buxum og bol með sætum krókódíl og allar áhyggjur hverfa.
Vitanlega kaupir hinn atvinnulausi sér golfsett. Hva! Bara hundraðþúsunkall. Hvað er það milli vina. Hvaða atvinnulausi maður getur ekki pungað út fyrir því?
Vitanlega augljósasti kosturinn fyrir atvinnulausa að kaupa sér göngutúra fyrir formúgu berandi 30 Kg kylfusett á bakinu. Aldrei hefði mér dottið í hug að fara bara út að labba, í hverfinu. Á lame gallabuxum og einlitri peysu og með ekkert á bakinu. Aldrei.
Hvað verður um atvinnulausa þegar þessi snillingur hverfur af sviðinu?
Athugasemdir
Stíll á því að vera atvinnulaus í golfi...í Lacoste.. Sjálfstæðismenn kunna að stilla upp aðstæðunum..
hilmar jónsson, 6.4.2010 kl. 22:04
Þetta er það sem tala um á bloggi mínu í kvöld, maðurinn er hreinræktað og veruleikafyrrt FÍFL.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.