Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Upphlaup Álfheiðar
Heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, hefur slegið á puttana á forstjóra Sjúkratrygginga, Steingrím Ara Arason, fyrir að tala ekki við sig áður en hann leitaði ráða hjá Ríkisendurskoðun.
Hví hann hefði átt að tala við hana fyrst veit ég ekki. Mér dettur aðeins tvennt í hug. Að láta hana vita að hann ætli að tala við Ríkisendurskoðun, eða að biðja leyfis til þess. Því heyri ég fyrir mér tvennskonar samtöl milli þeirra, hefði hann gert það.
Annarsvegar hefði hann einungis ætlað að láta hana vita;
Álfheiður: Halló?
Steingrímur: Hæ, þetta er Steini, á Sjúkró.
Álfheiður: Já blessaður. Hvað er að frétta?
Steingrímur: Bara þokkalegt. Er ekki alveg að fatta þessa reglugerð.
Álfheiður: Nú?
Steingrímur: Æ já, eitthvað svo loðin og óljós.
Álfheiður: Aha.
Steingrímur: Var að spá í að bjalla í hann Svenna hjá Ríkisendurskoðun og biðja hann að þýða hana fyrir mig yfir á Íslensku.
Álfheiður: Ok.
Steingrímur: Segjum það. Verðum í bandi.
Álfheiður: Amm.
Steingrímur: Bæjó.
Álfheiður: Bæ bæ.
Er ekki alveg að sjá tilganginn með svona samtali og því tel ég líklegra að hin skýringin sé sú rétta. Að hún hafi viljað hann biðja leyfis;
Álfheiður: Halló. Frú Álfheiður hér.
Steingrímur: Sæl verið þér háæruverðuga frú. Steingrímur heiti ég, hjá Sjúkratryggingum.
Álfheiður: Sæll Steingrímur.
Steingrímur: Mig langar að leita álits yðar og leyfis til að fá Ríkisendurskoðun til að þýða reglugerð yðar yfir á Íslensku.
Álfheiður: Jahhá. Þú biður ekki um lítið!
Steingrímur: Ég biðst forláts á vankunnáttu minni í Taðnesku.
Álfheiður: Þú talar bara alls ekki neitt við Ríkisendurskoðun. Þú skalt fara á námskeið í Taðnesku. Já og greiða úr eigin vasa.
Steingrímur: Að sjálfsögðu, þér háæruverðuga frú. Ég biðst enn og aftur forláts á afglöpunum.
Álfheiður: Svo vil ég fá skýrslu og afrit einkunna þinna eftir námskeiðið, með tveggja votta undirskrift. Þinglýst og í þríriti!
Bíp...bíp...bíp...bíp...
Mér finnst furðulegt þetta upphlaup ráðherra vegna þess eins að forstjóri ríkisstofnunar vinni vinnuna sína.
Eigi einhver að segja starfi sínu lausu er það ráðherrann, en ekki forstjórinn.
Kannski hér sé komið tækifærið fyrir Joð að losa um pláss handa Ögmundi og koma þannig skikk á kattaskarann?
Ákvörðun Álfheiðar ólíðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki bara fínt? Nú getur Ögmundur sest aftur í ríkisstjórn. Álfheiður búin að gera öll skítverkin fyrir hann
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2010 kl. 19:16
lítur þannig út
Brjánn Guðjónsson, 7.4.2010 kl. 19:17
Sammála Brjánn
Tómas H Sveinsson, 7.4.2010 kl. 19:58
Góður.
Þráinn Jökull Elísson, 7.4.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.