Föstudagur, 9. apríl 2010
Útsvar
Í vetur hefur Ríkissjónvarpið haldið út þættinum Útsvari.
Ágætt sjónvarpsefni og sveit míns sveitarfélags, Reykjavíkur, hefur staðið sig prýðilega.
Þó velti ég stundum fyrir mér hvernig liðin séu valin. Alla vega hef ég ekki séð að haldnar séu kostningar eða annarskonar forval. Helst það séu bara einhverjir gúbbar á RÚV sem ákveði það yfir kaffibolla og vínarbrauði hverjir séu réttu þáttakendurnir.
Því velti ég fyrir mér hvort nóg sé að keppendur séu frá tilteknu sveitarfélagi til að geta kallast fulltrúar þess? þegar þeir eru kannski bara valdir úr vinahópi gúbbanna.
bara pæling.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.