Panic fjórflokksins!

Það er ekki ofsögum sagt að fjórflokkurinn, ásamt skósveinum sínum, er í einu allsherjar panickasti þessa dagana. Ástæðan vissulega fylgi Besta flokksins.

Fólk keppist við að gera eins lítið úr Besta flokknum og það mögulega getur. Segir hann vera plat flokk því formaðurinn er fyndinn og skemmtilegur. Fyndið fólk sem kunni að sjá spaugilegar hliðar mannlífsins hljóti að vera ófært um að starfa að stjórnmálum. Væntanlega þurfi helst að leka af fólki fýlan og leiðindin til að það sé tækt í borgarstjórn?

Oddviti VG grípur til „hvað með börnin“ málflutningsins. Oddviti Framsóknar fellur í svipaða gryfjuEiríkur Bergmann gerir lítið úr mældu fylgi Besta flokksins og tekur svo stórt upp í sig að fullyrða að Besti flokkurinn fái aðeins tvo til þrjá menn kjörna, max. Eiríkur virðist ekki fatta að því stærra sem tekið er upp í sig, þeim mun meira þurfi að éta ofan í sig.

Það virðist aðallega vera fólk á vinstri vængnum sem lætur fylgi Besta flokksins fara í taugarnar á sér. Enda heggur flokkurinn helst í fylgi þeirra. Eins hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki efni á að gera lítið úr Besta flokknum og halda fram að um sé að ræða eintómt grín og oddvitinn sé bara grínisti, óhæfur sem stjórnmálamaður.

Þeir vita það líka.

Þeir völdu sér nefnilega sjálfir oddvita til áratuga, sem var óhæfur stjórnmálamaður, en þótti svo skemmtilegur að hann átti fylgi að fagna. Allt þar til hann varð gramur og leiðinlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.visir.is/dagur-vonar-ad-ruglid-endi-a-kjordag/article/2010453675511

þetta lýsir þessu vel líka.  Þeir eru að farast úr stressi.  Góð grein hjá þér og akkúrat ef stjórnmálamenn eru ekki í Hugo Boss jakkafötum með virðulegan svip og stöðluð málefni sem reyndar standast aldrei þá er þetta bara grín að þeirra mati.    Ég segi bara áfram Besti flokkurinn.  Kominn tími til að fá fólk sem er á sama level og maður sjálfur :)

Jóka (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband