Fimmtudagur, 20. maí 2010
Örvæntingin eykst
Um daginn skrifaði ég um örvæntingu fjórflokksins vegna fylgis Besta flokksins.
Nú virðist örvæntingin hafa náð nýjum hæðum og herferðin er hafin. Herferð til þess fallin að reyna að draga fram allt slæmt sem finnast má um formann besta flokksins og aðra meðlimi. Menn farnir að skrifa um víða netheim. Vinstri menn þó helst. Talandi tungum nöðrunnar.
Ein lágkúrulegasta og subbulegasta leið sem menn geta farið. Að upphefja sjálfa sig með að tala niður til annarra. Það væri nær að menn reyndi að finna eigin kosti og tala um þá.
En það sorglegasta, fyrir þá sem að svona herferðum standa, er þó að ævinlega koma þær í bakið á þeim sjálfum. Eigum við að rifja upp herferðina gegn Ólafi Ragnari árið 1996, eða gegn Hrannari og Helga Hjörvar árið 1994? Herferðirnar gerðu það eitt að auka heldur stuðning fólks við þá sem ráðist var gegn, en hitt. Menn virðast ekki læra af reynslunni.
Það verður fróðlegt að sjá fylgi Besta flokksins, versus fjórflokksins, í næstu könnunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Facebook
Athugasemdir
"Ein lágkúrulegasta og subbulegasta leið sem menn geta farið. Að upphefja sjálfa sig með að tala niður til annarra. "
Lestu grein Jóns Gnarr í Fréttablaðinu í dag.
Hann er nákvæmlega að gera þetta.
Hulda (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 12:01
Hulda. Finnist þér það sama gilda um pistil Jóns og þegar menn fara að tala um að Jón hafi stutt hinn eða þennan, áður fyrr, bersýnilega í því skyni að gera hann tortryggilegan, held ég þú ættir að hugsa aftur.
http://bestiflokkurinn.is/ur-starfi-flokksins/moeppumessa
Brjánn Guðjónsson, 20.5.2010 kl. 14:13
sorglegast finnst mér eða kannski fyndnast þegar fólk fattar ekki Besta flokkinn og fattar ekki fyrir hvað hann stendur. Það fólk ætti líklega að leggjast undir feld og hugsa pínu hvað hefur verið að gerast hérna sl. ár nú ekki nema það vilji áfram lifa í bulli.is
Jóka (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 17:25
Neyðin kennir naktri konu að spinna og fjórflokksliðinu að ljúga.
Þráinn Jökull Elísson, 21.5.2010 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.