Fríkað, fyndið, fáránlegt!

Fríkað, fyndið, fáránlegt!

Allt á þetta við um viðbrögð þeirra sem hingað til hafa talið sig hafa einkarétt á stjórnmálum, eftir niðurstöður kosninganna í Reykjavíkurhreppi.

Þeir hinir sömu gerðust taugaveiklaðir löngu fyrir kosningar, þegar ljóst var í hvað stefndi. Grófu skotgrafir í gríð og erg, að hætti Dabba. Með glerþaki auðvitað. Annars hefði ekki verið eins gaman að kasta steinum.

Nú liggur niðurstaðan fyrir og hinir sömu kasta fleiri steinum. Grútspældir yfir að venjulegir borgarar skyldu dirfast að mæta í elítupartýið þeirra og stela athyglinni.

Auðvitað hlýtur að vera spælandi að hafa soðið upp eðal froðu til að mata oní svartan almúgann. Mæta svo til veislunnar, þegar einhver almúgi mætir óboðinn og bendir viðstöddum á nekt sína.

Sumir taka svo djúpt í árinni að tala um fasisma (!) Merkilegt hve sumir geta tapað öllu veruleikaskyni í bræði sinni.


Það hefur verið regla að stjórnmálamenn oti sjálfum sér og sínum í áhrifastöður þeirra stofnana sem þeir eiga síðan að hafa umsjón og eftirlit með. Hversu trúverðugt er það, að sama fólk víli og díli í stjórnun stofnana og eigi síðan að hafa eftirlit með þeim, sem borgarfulltrúar?

Eigum við að ræða Orkuveituna?


Ég get með engu trúað eða tekið mark á fólki sem bölvar þessarri stefnu Besta flokksins og vill síðan gefa sig út fyrir að vilja opna og gegnsæja stjórnsýslu.

Meðvitað ætla ég ekki að nefna nöfn. Það vita allir um hverja er átt.

Þeir sem hafa allt á hornum sér út af sigri Besta flokksins og tala um fasisma og að það stríði gegn lýðræðinu, hljóta að stjórnast af annarlegum hvötum eða eiginhagsmunum.

Ég sé ekkert annað sem réttlætt gæti slíkan málflutning. So Sorry.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég deili með þér blindu þinni...

Steingrímur Helgason, 31.5.2010 kl. 21:41

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hverjir eiga að hafa eftirlit með vörðunum?

Brjánn Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 22:34

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Hvað hafa margir lesið stefnuskrá Besta flokksins?

Besti Flokkurinn er frjálslyndur og heiðarlegur lýðræðisflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á jafnréttisgrundvelli, með víðsýni að leiðarljósi.

Við lofum að stöðva spillingu. Við munum gera það með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum. Við viljum opna Kvennastofu þar sem konur geta komið og fengið sér allskonar kaffi með bragðefnum eins og vanillu og kanil. Og svo mega þær tala eins og þær vilja og það verður allt tekið upp og geymt. Við ætlum að skipuleggja óvissuferðir fyrir gamalmenni. Í rauninni erum við samt ekki með neina stefnu en við þykjumst vera með hana. Við hlustum á þjóðina og gerum eins og hún vill því þjóðin veit best hvað er sér fyrir bestu. Við getum boðið meira af ókeypis en allir aðrir flokkar því við ætlum ekki að standa við það. Við gætum haft þetta hvað sem er, til dæmis ókeypis flug fyrir konur eða ókeypis bílar fyrir fólk sem býr útá landi. Það skiptir ekki máli.

Besti Flokkurinn er besti vettvangurinn undir lýðræðislega umræðu, Besti flokkurinn er bestur fyrir þig!

Ég stofnaði Besta flokkinn af því að mig langar að fá vel launað starf og að komast í áhrifastöðu þar sem ég get hjálpað vinum og vandamönnum með ýmislegt. Mig langar líka að vera með aðstoðarmann.

Er þetta það sem koma skal?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 21:18

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sæll Benedikt og takk fyrir innlitið.

fyrir mér snýst málið um að sjá gegn um grínið, en taka ekki bókstaflega orðanna hljóðan. koma auga á merkinguna bak við háðið. alls ekki að kryfja orðin, eitt af öðru og þeirra bókstaflegu merkingu.

eins og Gísli Rúnar sagði, að grín er eins og froskur. ef þú kryfur hann, deyr hann.

Brjánn Guðjónsson, 5.6.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband