Laugardagur, 5. júní 2010
Deitbransinn í Reykjavík
Eftir atburði dagsins og Kastljóssviðtal kvöldsins, við Dag B. og Jón Gnarr, hafa margir gagnrýnt að Besti flokkurinn hafi valið einn flokk, Samfylkinguna og einbeitt sér að viðræðum við hann í stað þess að hafa alla anga úti og tala við alla í einu. Þórhallur Kastljóssins gerði það m.a. að umtalsefni.
Fyrir mér er ástæðan skýr. Ekki síst í ljósi ummælanna í þessari frétt, þar sem talað er um að hoppa ekki í óðagoti upp í rúm með neinum.
Ég man, að þegar ég las téða frétt á dv.is, fyrr í vikunni, sá ég fyrir mér að Besti flokkurinn vildi tækla málið eins og einskonar tilhugalíf. Þar sem fólk er ekki síst að byggja upp gagnkvæmt traust, hvort hjá öðru.
Í Kastljósi kvöldsins talar Jón síðan um að þessi leið hafi verið farin til að byggja upp traust. Í mínum huga og miðað við orðalagið í DV-fréttinni, er þessi skýring rökrétt.
Eins og flestu fullorðnu fólki ætti að vera kunnugt kann ekki góðri lukku að stýra að deita fleiri en einn í einu. Að vera með alla anga úti og elta allt sem hreyfist er ekki til þess fallið að byggja upp traust.
Því vekur furðu mína viðbrögð sumra og eins upp þá spurningu hvert siðferðismat þeirra er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.