Er þetta ekki dæmigert?

Viðskiptaráðherra lætur að því liggja að, enn og aftur, muni ríkið koma bönkum og lánastofnunum til aðstoðar fari svo að dómur falli um ólögmæti gengistryggðra lána.

Sumsé, það þykir meira en sjálfsagt að púkka undir peningaliðið meðan almenningur er tekinn í þurrt. Það er ekki í bígerð að aðstoða almenning, nema með þeim hætti að gera honum kleift að borga meira, en bara með minni greiðslubyrði. Allt gert til að passa upp á að peningaliðið haldi sínu. Meira aðstoð við peningaliðið, að fá allt sitt með vöxtum og vaxtavöxtum, en nokkurn tíma aðstoð við almenning.

Reist hefur verið skjaldborg. Vissulega. Skjaldborgin er ekki reyst um heimilin, heldur peningaliðið. Banka og lánastofnanir. Úrræði ríkisstjórnarinnar til handa almenningi eru í besta falli sleipiefni til að aftanítakan verði þolanlegri.

Nú er þessi ráðherra ekki týpískur flokksgæðingur og utan þings. Ég spyr mig þó, hvort einhver myglusveppur sé viðvarandi í þinghúsinu. Er það lögmál að þeir sem tylli þjóhnöppum sínum á ráðherrastól gerist rotnir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband