Þriðjudagur, 15. júní 2010
Pólitísk gleraugu
Það má skoða þjóðmálin og pólitíkina gegn um mismunandi gleraugu.
Hólmsteinn skoðar til að mynda allt gegn um sömu sólgleraugun og kemst því ávallt að sömu niðurstöðu. Davíð þetta og Davíð hitt. Sama hvert inntakið er.
Um daginn buðu Besti flokkurinn og Samfylkingin Hönnu Birnu, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík, embætti forseta borgarstjórnar.
Ég hef skoðað það mál með nokkrum mismunandi gleraugum.
Ein eru gleraugu Davíðs, sem sér djobbið sem fyllibyttuembætti. Kannski Bermúdaskálin spili þar inn í? Hann varar Hönnu Birnu við að taka að sér slíkt húsvarðarembætti.
Merkilegt reyndar að Hólmsteinninn hafi ekki séð ástæðu til að skrifa um þetta mál. Kannski hann viti betur.
Setji ég á mig gleraugu alþýðunnar, sé ég þarna boð stærsta flokksins að bjóða hinum minni að vera memm. Tækifæri á að hafa áhrif.
Setji ég á mig gleraugu pólitíkusans sé ég hreina snilld.
Eftir að Besti og Samfó hafa stofnað til meirihlutasamstarfs finnst sjöllum það kannski líta út eins og dúsa að þiggja þetta embætti og geta því ekki þáð það. Hins vegar hefur Hanna Birna ítrekað talað fyrir samstarfi allra flokka og í því ljósi getur hún ekki hafnað embættinu, liggi einhver meining bak við orð hennar. Því er hún milli steins og sleggju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.