Réttlæti Marðar

Bræðurnir Jón og Gunnar eiga sameiginlegan kvalara. Reglulega mætir kvalarinn til þeirra og flengir Jón en lemur Gunnar í buff með hornaboltakylfu.

Gunnar leitar til dómstóla, sem úrskurða að bannað sé að berja menn með hornaboltakylfu.

Gunnar er því laus við kvalara sinn en Jón fær áfram sínar flengingar.

Þá stígur fram Mörður nokkur og segir það ranglátt að Gunnar sé stikkfrí meðan Jón þurfi áfram að þola flengingar. Honum þykir það réttlætismál mikið að Gunnar verði einnig flengdur, svona til að gæta samræmis. Heldur en að Jón sleppi við sínar flengingar.


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bachmann

Góður...

Þórdís Bachmann, 22.6.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er að myndast óréttlæti á milli skuldara með þessum gjörningi!

Ég er ekki að verja fjármögnunarfyrirtækin heldur þá sem ekki tóku erlend lán hvar sitja þeir núna?

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 11:25

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þetta er nokkuð góð samlíking, reyndar frábær.  Þeim gleymist gjarnan þessum mönnum sem telja verðtryggingu lána, það eina sem geti haldið lífi í þjóðinni að þegar þessi óværa var sett á, voru laun tengd vísitölu og því mátti segja að nokkur sanngirni væri í að tengja lán svipaðri vísitölu. 

Síðan var tenging launa við vísitölu tekin úr sambandi og stóð til að afgreiða lánin á svipaðan hátt, en ekkert hefur orðið af því enn.  Nú er ef til vill stóra tækifærið til að bæta fyrir gamlar syndir

Kjartan Sigurgeirsson, 22.6.2010 kl. 11:32

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

get alveg tekið undir þetta með óréttlæti milli skuldara. hins vegar er rétta leiðin að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán og afnema verðtrygginguna, en ekki að sliga alla með henni.

Brjánn Guðjónsson, 22.6.2010 kl. 11:38

5 identicon

Gunnar tók lánið og var meðvitaður um hættuna á því að hann verði flengdur.  Um að gera að flengja frekar einhverja saklausa skattgreiðendur.

Verum sanngjörn og færum öll erlend lán til jafns við verðtryggðu.  Hvaða sanngirni er til dæmis í því ef þeir sem tóku lán hjá glitni fá leiðréttingu en þeir sem tóku lán hjá Kaupþingi eða landsbankanum fá ekki leiðréttingu?

Hættum þessari græðgi og eiginhagsmunasemi og tökum öll þátt í að borga sukkið á sanngjarnan hátt.

Björn (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 13:06

6 identicon

Frábær grein. Eins og talað út úr mínu hjarta. 

þetta er því miður hugsanagangurinn hjá allt of mörgu fólki í dag

Makalaust að það eina rétta sem allflestum dettur til hugar sé að sökum sanngirnis skuli endurreikna og verðtryggja gengislán ?  Tek undir það með Kjartani hér á undan. Þetta er rétti tíminn til að hreinsa upp gamlar syndir.

sveimi (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 15:57

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

jú jú, Björn. eflaust gerði Gunnar sér grein fyrir áhættunni. sanngirni er mér einnig vel að skapi. málið snýst hins vegar ekki um það, heldur lög og reglur.

hlutverk dómstóla er að dæma eftir lögum.

Brjánn Guðjónsson, 22.6.2010 kl. 18:17

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Björn gleymum ekki hverjir voru valdir að hruninu þetta er svipað að Jón og Gunnar skrifi undir að þeir fái hýðingu ef þeir gera eitthvað af sér en í staðin þá fremur kvalarinn endalaus prakkarstrik og hýðir þá síðan fyrir eigin prakkarastrik

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.6.2010 kl. 18:59

9 identicon

lög og dómar eiga að snúast um réttlæti.  Það er ekkert réttlæti í því að ég borgi mín verðtryggðu bílalán í botn plús lánið hjá Gunnari.  Gunnar vissi að gengið gæti breyst honum í óhag og var sáttur við það þegar hann skrifaði undir lánið.

Björn (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 19:04

10 Smámynd: Dingli

Fín samlíking hjá þér.   Björn hér fyrir ofan, og sumir aðrir sem hafa tjáð sig með svipuðum hætti vegna dóms Hæstaréttar, gera mig gáttaðan.  

Verum sanngjörn og færum öll erlend lán til jafns við verðtryggðu.  Hvaða sanngirni er til dæmis í því ef þeir sem tóku lán hjá glitni fá leiðréttingu en þeir sem tóku lán hjá Kaupþingi eða landsbankanum fá ekki leiðréttingu? Spyr Björn!

Ef blessaður kallinn hann Bjössi er ekki að gera at í okkur, þá hefur hann örugglega sett einhverskonar met. Að takast að skrifa heila málsgrein þar sem hvert orð er rökleysa er vel af sér vikið. 

Getur verið að til sé fullt af fólki sem getur ekki glaðst með náunganum þegar hann fær óréttlæti sem hann var beittur leiðrétt fyrir dómi. AaaaææÆÆÆAAaa....Grenj, grenj....Róninn í næsta húsi fékk milljón endurgreidda af Skódanum, en ég fæ ekki neitt til baka af jéppanum því ég tók öðruvísi lán....öhöhöaaaæææ... nú þarf ÉG að borga lánið fyrir helvítið.

Dingli, 22.6.2010 kl. 19:32

11 identicon

Þessi samlíking þín, Brjánn, er nærri sannleikanum en þægilegt er að viðurkenna.

En það versta er er að Jón er orðinn það meðvirkur að hann telur flengingu sína vera part af eðlilegu lífi og berst harkalega fyrir því að Gunni komi yfir til sín í mengi þeirra sem flengdir eru.

Það þykir mér dapurlegast af öllu, en samt ekki óviðbúið, fólk á Íslandi er alið upp við það að kyssa vöndinn og skilur ekki umhverfi sem réttlátt þykir...

Verðtryggðir Íslendingar...EKKI láta sauruga stjórnmálamenn reka flein í samstöðu skuldara, ef skriðþunginn heldur áfram þá njóta allir lánþegar ávaxtanna, aðeins í mismunandi tímaröð.

Það er ekki spurning um að misvitrir stjórnmálamenn munu reyna sitt allra besta til að mana verðtryggða lánþega upp gegn þeim gengistryggðu, ekki spurning !!!

runar (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband