Föstudagur, 30. júlí 2010
Hindurvitni
Okkur vesturlandabúum þykja viðmið fjarlægra þjóðfélaga oft undarleg.
Fussað er og sveiað yfir því hvernig trúarbrögð eru sumsstaðar hryggjarstyggi þjóðfélaga. Ekki síst þegar Islam er annars vegar. Indíánar N-Ameríku lögðu mikið upp úr heiðarleika og virðingu fyrir öndum forfeðranna. Á Íslandi til forna þótti heiðarleiki dyggð. Það versta sem hent gat nokkurn mann var að missa æru sína.
Á Íslandi nútímans, sem og í hinum vestræna heimi, er þessu öðruvísi farið. Trúarbrögð eru ekki lengur hryggjarstykkið og heiðarleiki þykir í lagi þangað til...
...honum má sleppa til að græða pjéning.
Í dag er það hagkerfið og peningamálin sem öllu skipta. Jú jú, velferð borgaranna skiptir líka máli en ef um þarf að velja, hagkerfið eða velferð borgaranna, fær velferðin að víkja.
Þetta höfum við best séð síðasta eitt og hálfa árið. Í forgang var sett viðreisn bankanna og hagkerfisins. Það var ekki hægt að bæta andlega líðan borgaranna, sem voru að kikna undan hækkandi skuldum, hækkandi verðlagi, lækkandi launum og atvinnumissi. Fótunum var kippt undan margri fjölskyldunni en það var ekki hægt að endurreisa þær því púðrið fór í að endurreisa peningabáknið, svo það hefði styrk til að halda áfram að pönkast á alþýðunni.
Þessi hagkerfis- og peningamálatrú er nefnilega bara trú. Hagkerfið byggir í raun ekki á mikið vísindalegri grunni en Islam eða andar forfeðranna.
Sjáum t.d. hina ýmsu hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Stundum, reyndar, stjórnast verð af framboði og eftirspurn en oftar en ekki eru það tilfinningasveiflur þeirra sem á mörkuðum versla sem stjórna verðinu. Eitthvert atvik á sér stað sem vekur upp ótta og kvíða á mörkuðum og þá lækkar verð og öfugt.
Svo eru einhverjar einkareknar sjoppur sem gefa út dóma sína, svona eins og erkiklerkar. Moody's, Fitch, Standard & Poor, eða hvað þær heita sjoppurnar.
Ein þeirra, Moody's hf. sf. lækkar eitthvert mat og við það fá menn úti í bæ svitakast. Við erum ekki að tala um einhverjar alþjóðlegar stofnanir sem hafa pólitískt vægi. Nei, bara einhverjar sjoppur hvar menn ákveða á morgunfundum að breyta lánshafismati þessa og hinns frá ABCD3 í ÞQWZ2, hvað sem það nú þýðir. Það merkilega er svo að aðrir taka þessu sem hinum heilaga sannleika og miða vexti sína af því. Svona eins og þegar predikari spáir einhverju og lýðurinn tekur því sem heilögum sannleika.
Það er stigsmunur á hagkerfinu og trúarbrögðum, en enginn eðlismunur.
Seðlabankastjóri bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það versta sem hægt er að gera sjálfum sér þegar maður sér yfirlýstan stjórnmálamann hreyfa varirnar, er að hlusta.
Ingi (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 22:22
góður
Óskar Þorkelsson, 31.7.2010 kl. 06:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.