Sunnudagur, 1. ágúst 2010
Lágdeyða í Eyjum
Það er hið besta mál að hátíðahöldin í Herjólfsdal hafi farið að mestu vel fram. Ein og ein meiriháttar líkamsárás, en þó ekki alvarleg (!?).
Ég hef alltaf undrast yfir Þjóðhátíðar-hæpinu. Sem unglingur man ég eftir því hvað fólki fannst Þjóðhátíð vera æðisleg. Svo kom að því að ég lét til skarar skríða og skellti mér. Hafði þá áður ynnst hátíðahöldum í Þjórsárdal og Húsafelli, hvar ávallt var eitthvað um að vera á sviðinu/sviðunum. Man að í Þjórsárdalnum lá dagskráin niðri í klukkutíma á sólarhring, milli 7 og 8 á morgnana minnir mig. Enda væntanlega flestir þá í fastasvefni hvort eð er.
Svo mætti ég, ásamt félaga mínum, á Þjóðhátíð með miklar væntingar um fjör. Komum á föstudagskvöldi og þá var fjörið byrjað og hljómsveitir að spila á sviðinu. So far so good.
Þegar vaknað var á laugardagsmorgni, líklega upp undir hádegi, var hins vegar dalurinn steindauður. Ekkert um að vera á sviðinu og dalurinn hálf tómur. Heimamenn farnir heim til sín, úr hvítu tjöldunum. Eftir að hafa vafrað þarna um tóman dalinn ákváðum við félagarnir að labba inn í bæ og fá okkur að borða og svo var að sjá að flestir hátíðargestir hafi gert slíkt hið sama, enda ekkert við að vera í dalnum nema kannski að sitja utan við tjaldið og glamra á gítar, en engann höfðum við gítarinn meðferðis.
Undir kvöld fór síðan að lifna yfir dalnum á ný, en sagan endurtók sig síðan á sunnudeginum. Steindauður dalur.
Í minningunni situr þetta helst eftir, lágdeyðan. Fjörið á kvöldin var svo sem ágætt, en ekki neitt meira eða merkilegra en ég hafði áður upplifað í Þjórsárdalnum og Húsafelli.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég opnaði vefmyndavél mbl, á sviðinu í Herjólfsdal og sýnir svæðið fyrir framan og brekkuna. Ég fylgdist með henni í smá stund og sá á þeim tíma þrjár manneskjur ganga fram hjá sviðinu. Síðan eftir einhverja stund gengu sömu þrjár manneskjurnar til baka. Þetta er allt fjörið í Herjólfsdal um kl. 14 á sunnudegi.
Fylgjast má með vefmyndavélinni hér.
Óvenju þægir þjóðhátíðargestir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.