Laugardagur, 2. október 2010
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
Norræna velferðar- og skjaldborgarríkisstjórnin bjó svo um hnútana að nýju bankarnir högnuðust á hruninu á kostnað almennings.
Hvað hefur ríkisstjórn JoðHönnu gert fyrir almenning?
Þegar ég las fyrirsögn þessarar fréttar hugsaði ég Nei. Ekki meira.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til handa fólki í skuldavanda hafa ekki verið upp á marga froska. Margar segja sumir. Fáar segja aðrir. Fyrir mér hafa þær í senn verið nokkrar en þó engar.
Ríkisstjórnin hefur boðið leiðir fyrir fólk sem komið er fram á hengiflugið og einungis þá. Hinir, sem enn hafa möguleika á að forðast hengiflugið, verða að bíða þar til þeir eru komnir að hengifluginu.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa nefnilega á engan hátt stefnt að því að forða fólki frá hengifluginu.
Svo ég taki líkingu af manni sem til stendur að taka af lífi.
Ríkisstjórnin myndi ekkert reyna til að koma í veg fyrir aftökuna, sem væri í raun eina almennilega aðgerðin. Hún býður hins vegar manninum að velja milli mismunandi aftökuaðferða. Mismunandi leiða til langs og hægfara dauðdaga í stað þess að fá kúlu í hausinn. Í þeirri von að vinna honum tíma (?!). Jú það er alltaf von til þess að manni sem fláður er lifandi, hægt og rólega, verði óvænt bjargað af Superman. Maðurinn mun þó alltaf standa eftir mikið laskaður. Halffláður.
Þetta eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem eru þó engar aðgerðir.
Auðmenn græða á uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikð rétt Brjánn, bara plástur á bágtið.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 3.10.2010 kl. 08:36
sýna samstöðu og mótmæla á mánudaginn 19:30
Jóka (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 17:16
já, ég ætla að mæta á mánudag.
Brjánn Guðjónsson, 3.10.2010 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.