Miđvikudagur, 6. október 2010
Verđtryggingarránin
AGS vill engar almennar leiđréttingar. Ţó minnir mig ađ hafa heyrt athugasemdir frá ţeim um ađ ekki vćri nóg ađ gert varđandi skuldir almennings.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa talađ fyrir leiđréttingu verđtryggđra lána í langan tíma. Fyrrum félagsmálaráđherra sagđi ţađ ekki í mannlegum mćtti ađ gera slíkt. Líklega taldi hann, eđa telur enn, skuldir fólks komna af himnum ofan og vera ekki mannanna verk.
Kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna og annarra hafa ekki náđ eyrum ţeirra sem málum stýra. Flöt leiđrétting vćri ekki valkostur.
Krónan hríđféll áriđ 2008. Skemmtileg tilviljun ađ ţađ gerđist alltaf í lok hvers ársfjórđungs. Fyrir liggur ađ ţar tóku bankarnir, fyrst og fremst, stöđu gegn krónunni og gegn skuldurum sínum.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa viljađ leiđrétta höfuđstól verđtryggđra lána. Fćra hann aftur til 1. janúar 2008 og međ eđlilegum vísitölubreytingum síđan ţá. Ekki hinum stökkbreyttu.
Stjórnvöld vilja, eđa hafa ekki viljađ, taka slíkt í mál. AGS virđist ekki gera ţađ heldur. Á ţeim bćjum vilja menn kannski leiđrétta hjá ţeim sem standa ekki undir afborgunum, en alls ekki hjá hinum. Hinum sem geta, enn, stađiđ undir afborgunum en eru ekki komnir á vonarvöl.
Ástćđa stökkbreyttrar vísitölu neysluverđs er ţjófnađur. Bankarnir tóku stöđu gegn krónunni og skuldurum sínum. Gáfu skuldurum sínum ákveđnar forsendur viđ gerđ lánasamninga og fóru síđan ađ fokka í krónunni til ađ maka krókinn.
Ţá komum viđ ađ kjarnanum. Hví má bara hjálpa ţeim sem stoliđ er frá og verđa fyrir miklum búsifjum, en ekki ţeim sem stoliđ er frá og verđa fyrir minni búsifjum?
Fremdi ég tvö rán. Annars vegar stćli ég einhverju frá láglaunafjölskyldu og hinsvegar sömu verđmćtum frá hálaunafjölskyldu, fengi ég sama dóm fyrir hvort rániđ sem er, ţar eđ horft yrđi til gjörningsins en ekki ađstćđna ţeirra sem fyrir barđinu yrđi.
Eiga ađrar reglur ađ gilda um rán sem byggist á stökkbreytingu skulda?
Er í lagi ađ stela frá séra Jóni, en ekki frá Jóni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.