Lífeyrissukk

Nú er það þannig að allir launþegar eru skyldaðir til að greiða ákveðinn hluta tekna sinna í lífeyrissjóð. Það á víst að bjarga fólki í ellinni, segja þeir.

Svo gambla stjórnendur sjóðanna að vild með féð og skila oftar en ekki neikvæðri ávöxtun. Það er nú allur sparnaðurinn. Svo þegar heiðarlegt fólk kvartar yfir að eigið fé þess (sparnaður), sem það lagði í steinsteypu, hafi verið uppétið og vill fá endurheimt, þá fer lífeyrismafían úr límingunum.


En það er ein pæling varðandi lífeyrissjóðina og hvernig þeim er stjórnað. Nú er það svo að atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin skipta með sér stjórn lífeyrissjóða. Það er ekki eins og Jón Jónsson, lífeyrissjóðsfélagi geti boðið sig fram í stjórn að eigin frumkvæði.

Þetta er arfur frá gamalli tíð. Eitt sinn var öllum launþegum skylt að vera félagar í verkalýðsfélagi og þar með aðilar að ASÍ. Í gegn um aðild sína að sínu verkalýðsfélagi geti þeir haft áhrif innan ASÍ og þar með innan lífeyrissjóðanna.

Nú er hins vegar liðið vel á annan áratug síðan skylduaðild að félagasamtökum var dæmd ólögleg. Muni ég rétt þurfti að sækja málið suður til Evrópu til að fá það útkljáð.

 

Þá stendur eftir spurningin hver réttur þeirra sem standa utan stéttafélaga er? Sé eina leiðin til að hafa áhrif innan þess lífeyrissjóðs sem maður greiðir í (maður neyðist til að velja einhvern) sú að hafa áhrif innan ASÍ, gegn um stéttarfélag er klárlega brotið á þeim sem kjósa að standa utan stéttafélaga. Þeir eiga ekki aðild að ASÍ og hafa því enga möguleika á að hafa áhrif á hvernig þeirra lífeyrisgreiðslum er ráðstafað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég get engu bætt við hér því ég spyr sömu spurninga.

Sumarliði Einar Daðason, 13.11.2010 kl. 03:10

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég reyndi að fá út lífeyrir konu minnar sem er asísk þegar við fluttum frá íslandi því ég taldi peningunum hennar betur varið í hennar höndum en í "sjóðum"  lífeyrissjóðanna.. en fékk þvert nei.  ég bað þá um að sjóðurinn yrði fluttir til noregs með öllum réttindum sem því fylgdi og fékk annað nei og bent á einhvern samning sem heimilar lífeyrisjóðum að halda fé ef þeim þóknast svo.. Hér í noregi eru lífeyrisréttindi ríkisstryggð en mælt er með viðbótarsparnaði...

Núna er ég að vasast í því að fá öll mín réttindi flutt til noregs svo ég geti verið tryggur með það sem ég þó hef áunnið.. ég efast ekki um að það verði erfið barátta.

ég er algerlega sammála þér Brjánn í þessum pistili.

Óskar Þorkelsson, 13.11.2010 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband