Þriðjudagur, 16. nóvember 2010
Smá pæling um kosningu til stjórnlagaþings
Um er að ræða persónukjör og hver kjósandi hefur eitt atkvæði. Þannig að ef efsti maður á kjörseðli kjósanda er öruggur inn, er fær sá næsti á listanum atkvæðið. Sé hann einnig öruggur inn er fær sá þriðji atkvæðið og koll af kolli þar til einhver sem ekki er öruggur inn fær atkvæðið.
Þetta fyrirkomulag vekur upp þá spurningu hvort röð taldra atkvæðaseðla hljóti ekki að hafa áhrif á niðurstöðuna.
Svo ég taki dæmi.
Ég fylli út seðil með 25 númerum.
Fyrst set ég númerið hennar Gunnu.
Næst set ég númerið hans Jóns.
Síðan 23 önnur númer.
Sé minn kjörseðill sá fyrsti í talningunni er enginn öruggur inn á þeim tímapunkti og Gunna fær mitt atkvæði.
Sé minn kjörseðill tekinn fyrir um miðbik talningarinnar er Gunna kannski orðin örugg inn á þeim tímapunkti. Þá fær Jón mitt atkvæði.
Sé minn kjörseðill sá seinasti í talningunni fær einhver annar á listanum atkvæði mitt.
Hafi Njóli Hallfreðs sett Gunnu í fyrsta sætið og Gúnda í annað sætið og Gunna þarf aðeins eitt atkvæði til að vera örugg inn. Næsti seðill til talningar er annað hvort minn eða Gúnda. Verði minn fyrir valinu fær Gunna mitt atkvæði og er örugg inn. Jón missir af mínu atkvæði. Gúndi fær hins vegar atkvæði Njóla.
Sé seðill Njóla talinn á undan mínum fær Gunna hans atkvæði og Jón mitt atkvæði.
Mói Grapes fyllti einnig út sinn kjörseðil. Hann setti Hans og Grétu í fyrsta og annað sætið. Jón og Gunna voru ekki á hans lista.
Gefum okkur að í lok talningarinnar sé Gunna fyrir löngu orðinn örugg inn en Jóni og Hans vanti aðeins eitt atkvæði til að komast inn og mitt atkvæði hefði verið það fyrsta sem var talið, sem féll Gunnu í skaut. Seinasta atkvæðið sem talið er er atkvæði Móa Grapes. Þá fær Hans atkvæði hans og kemst inn. Þar sem mitt atkvæði féll Gunnu í skaut missir Jón af mínu atkvæði.
Væri því öfugt farið, að atkvæði Móa Grapes hefði verið talið fyrst og Hans fengið atkvæði hans. Síðan talin fullt af atkvæðum og áður en seinasti seðillinn (atkvæði mitt) er talinn er Gunna örugg inn og Jóni og Hans vanti eitt atkvæði til að komast inn. Þá fengi Jón mitt atkvæði og kæmist inn.
Þannig hlýtur að skipta máli í hvaða röð atkvæðin eru talin. Hvort munu Gúndi, Hans eða Jón sitja stjórnlagaþingið?
Er ég að misskilja eitthvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Athugasemdir
Brjánn, ég held að munurinn liggi í því að það sé bara hluti af atkvæðinu þínu sem Gunna fær. Akkúrat þann hluta sem hún þarf. Afgangurinn færist á næsta mann. Þá ætti röðin við talninguna ekki að skipta máli, eða hvað?
Sæmundur Bjarnason, 17.11.2010 kl. 00:13
Ef við gefum okkur það að Gunna þurfi 2500 atkvæði til að komast inn, en fær 5000 þá færist ígildi hálfs atkvæðis þíns niður á Jón. Röð talinna atkvæðaseðla skiptir ekki máli.
Tek það fram að þetta er mikil einföldun hjá mér.
http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote#Counting_the_votes
Axel Þór Kolbeinsson, 17.11.2010 kl. 10:48
Einmitt þetta sem ég er að spá í.
„If a candidate has more votes than the quota, that candidate's surplus votes are transferred to other candidates. Votes that would have gone to the winner instead go to the next preference listed on their ballot.“
Hverjir eftirfylgjandi frambjóðendur hverra seðla fá atkvæðin sé frambjóðandinn fyrir ofan öruggur inn?
Það liggur fyrir að tiltekinn fjölda atkvæða þarf til að ónefndur komist inn. Þeir sem á eftir honum koma fá ekki atkvæði af þeim seðlum sem liggja til grundvallar að hann sé öruggur inn (atkvæði til hans). Hinir sem taldir eru seinna (eftir að ónefndur er öruggur inn) falla í þann flokk að ónefndur fær ekki atkvæðið heldur sá næsti á listanum.
Sá næsti á listanum er ekki sá sami á öllum kjörseðlum. Því hlýtur að verða hending hver hlýtur hnossið, eftir röð talinna atkvæða.
Brjánn Guðjónsson, 17.11.2010 kl. 20:14
Brjánn, mér sýnist endilega að málið leysist ef gert er ráð fyrir brotum úr atkvæðum en ekki bara heilum atkvæðum. Þú segir sjálfur: Sá næsti á listanum er ekki sá sami á öllum seðlunum. Einmitt þess vegna fær fólk mismunandi mörg atkvæði (eða brot úr þeim) og þannig er hægt að raða frambjóðendum eftir atkvæðamagni.
Sæmundur Bjarnason, 18.11.2010 kl. 01:04
Rétt Sæmi. Búinn að átta mig á málinu. Tengillinn sem Axel setti í athugasemd á blogginu þínu skýrði málið.
http://thorkellhelgason.is/?p=447
Útskýringin á kosning.is er aðeins til að rugla fólk í ríminu.
Brjánn Guðjónsson, 18.11.2010 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.