Snilldarlegur leiðarvísir umboðsmanns skuldara

Á vef umboðsmanns skuldara er að finna leiðavísi vegna greiðsluerfiðleika. Þar er spurt hvort maður geti greitt alla reikninga sína í hverjum mánuði og svarmöguleikarnir eru tveir. Nei og já.

 ums1

Sé maður í basli og velji nei, fylgja aðrar spurningar á eftir. Sé maður hins vegar í góðum málum og velji já, þá birtist þessi gluggi:

ums2

Þetta er hrein snilld!

 

Ég legg til að SÁA setji samskonar könnun á sinn vef. Spurningin gæti verið eitthvað á þessa leið:

„Kemur fyrir að þú neytir áfengis eða annara vímugjafa?“

Svarmöguleikarnir, já og nei.
Velji maður já, fylgi ítarlegri spurningar í kjölfarið. Velji maður nei, birtist textinn:

„Miðað við upplýsingarnar sem þú settir inn getur hentað þér að fá áfengis- og vímuefnaráðgjöf.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SÁÁ eru með sp.lista.  Ég persónulega tel mig ekki þurfa ráðgjöf hjá SÁÁ en eftir að hafa svarað sp. listanum hjá þeim þá er ég í bullandi neyslu og vandræðum

Jóka (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 23:20

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, listinn þeirra er þannig að ef eitthvert atriðið er ekki í samræmi við fullkomleikann, ertu í áhættuhóp

Brjánn Guðjónsson, 2.12.2010 kl. 20:03

3 identicon

já bara það eitt að mér þyki rass góður og geti drukkið minnir mig eina léttvínsflösku án þess að deyja áfengisdauða þá þarf ég innlögn og aðstoð.  Guð blessi rassinn :)

Jóka (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband