Fimmtudagur, 6. janúar 2011
Bleikt.is
Á Facebook er margt um manninn. Þar hef ég megnið af mínum vinum, kunningjum, gamla skólafélaga og fjölskylduna. Svo slangur af fólki sem ég hef kynnst þar eða annarsstaðar á netinu.
Á síðunni er svokallað 'news feed' þar sem ég sé hvað Facebook-vinirnir eru að pósta hverju sinni. Oftar en ekki sér maður einhvern (les konur) pósta einhverjum linkum á greinar á bleikt.is.
Mér þykir alltaf kostulegt að lesa þær.
Bleikt.is er svona týpískur vefur fyrir týpískar konur. Þ.e. vefur fyrir konur á aldrinum 20 - 30 ára sem telja lífið snúast um að fitta inn í staðalímyndina. Líklega fyrir konur með brotna sjálfsmynd. Svona týpískar konur sem fengju að sjá undir iljarnar á mér, færu þær að leggja lag sitt við mig.
Svo ég linki eina grein þaðan. Þær eru flestar í svipuðum stíl.
http://www.bleikt.is/lesa/kaeroedaekki
Málið snýst, sem sagt, um að nota rétta ilmvatnið. Segja þetta en ekki hitt. Vera svona en ekki hinsegin. Hann á að segja þetta en ekki annað og vera svona en ekki hinsegin og bla bla bla.
Heilinn í svo miklu spinning að þær fatta ekki að málið er að vera bara þær sjálfar. Vera púkalegar, ef þær vilja. Tala tóma steypu ef þær vilja. Umfram allt, að koma hreint fram og ekki þykjast vera annað en þær eru.
Lykilsetning: fólk fer jafnvel kannski að fara út fyrir reglurnar og kemst þá kannski að því að þau eiga engan vegin saman, eiga ekkert sameiginlegt og hefur í raun engan áhuga á hvort öðru.
Einmitt.
Hvers vegna að sólunda hellings tíma í gervitilhugalíf, byggt á visku bleikt.is og skrúfa sig upp í einhverja staðalímynd? Komast síðan að því löngu síðar að það er ekki málið. Verða loks eðlilegur og þá kemst makinn að því að maður var feik allan tímann og lætur sig hverfa.
Betra að koma hreint fram strax. Ef draumaprinsinn- eða prinsessan lætur sig hverfa strax þá er betra að vita það, heldur en að leika eitthvert leikrit og komast að því löngu síðar, eftir að hafa sólundað tíma sínum.
Athugasemdir
þessi Lóló er einstæð og stundar MANNfræði :).. mér fannst þetta fyndið..
Óskar Þorkelsson, 6.1.2011 kl. 02:54
bleikt.is my ass. Nenni aldrei að lesa þetta. Hef byrjað að lesa minnir mig 2 pisla en gefst svo alltaf upp. Minnir mann doltið á Sex and the city pislana hennar CB. Svona eiga konur að vera og haga sér og svona eiga karlmenn að gera og ekki að gera. Ég meina hvað búa margir á þessari jörð og öll erum við misjöfn. Ef við ættum öll að fara eftir sömu reglum og reyna fara inní e-ð staðlað mót þá væri nú lífið ekki skemmtilegt
Að mínu mati eru áhugaverðugustu týpurnar þær/þeir sem þora að vera þeir sjálfir, þeir sem koma til dyrana eins og þeir eru klæddir og þeir sem þora að vera pínu öðruvísi þ.e. kjósa ekki að fara í e-ð staðlað hlutverk
Jóka (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.