Hornsteinn Íslands

Gerðist ég svo djarfur að móðga Danadrottningu opinberlega þætti mér koma til greina að biðja dönsku þjóðina afsökunar, ekki síður en drottninguna sjálfa.

Hví? Jú, ætli hún eigi ekki að heita einhverskonar sameiningartákn þjóðar sinnar og allt það. Hornsteinninn.

Hvað ef ég móðgaði framsóknarflokkinn, hvern bæði ég þá afsökunar?

Vigdís Hauksdóttir er með það á hreinu. Íslenska þjóðin skal beðin afsökunar, eins og hún leggur sig.

Það er ekkert minna! Framsóknarflokkurinn bara orðinn drottning samfélagsins. Hornsteinn þess og þungamiðja. Mikilvægari þjóðinni en sjálfur guð almáttugur, ésú og þeir allir. Jahéddnahér segi ég nú bara.

Það er aldeilis hve sumt fólk lítur stórt á sig, eða er svona veruleikafirrt. Nema hvort tveggja sé.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hækjan er ekki fyrsti flokkurinn sem sér sína sæng útbreidda og grípur til þjóðernishyggju, þjóðrembu og xenophobiu, til að smala saman atkvæðum hjá ignorant, minnimáttar kjánum. En það sem gerir þetta svo absurd, er sú staða að formaður og höfuðpaur flokksins er fitukeppur af mölinni fyrir sunnan. Silfurskeiða-rassgats-strákur, sem hefur makað krókinn í skúmaskotum atvinnulífsins, án þess að þurfa nokkru sinni að dýfa hendinni í kalt vatn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband