Fimmtudagur, 13. desember 2007
Bleh
Kaupirðu þér nýjan Toyota bíl fylgir honum Toyota útvarp. Nú ættu Sony, Pioneer og fleiri að fara í mál við Toyota. Sama á við um fleiri bílategundir.
Ég sé bara ekkert að því að fá ýmsa aukahluti með stýrikerfinu. Svo geta menn bara sótt sér Opera eða Firefox, eða hvað annað þeir kjósa.
Annars mætti Opera laga vafrann sinn, fyrir Sony Walkman símann. Það þarf að hreinsa history reglulega (eftir ca 20 flettingar) og jafnvel endurræsa, til að geta haldið áfram.
Jón ætlar í mál við Microsoft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bölvuð heimska, afhverju ætti Microsoft að vera dreifa vörum fyrir aðra.
Einar (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:51
Þessi samanburður gengur ekki alveg upp.
Þér er velkomið að nota annan vafra en IE í windows. En þú getur lent í töluverðum vandamálum ef þú ætlar að nota annað útvarp en það sem fylgir bílnum í mörgum tilfellum.
Þar sem þetta er ekki lengur þetta "standard" útlit, heldur orðið hluti af mælaborðinu, og ekki er gert ráð fyrir plássi til að setja annað útvarp eða hægt að skipta um.
Þessvegna heyrist öðru hvoru óánægja frá græjuframleiðendum með bílaframleiðendurna og umræða um málsókn.
En hitt er rétt, mér finnst ekkert að því að IE fylgir með. Enda fylgir líka paint með, en það stoppar mig ekki í að fá mér betra teikniforrit ef svo ber við.
Annars, ef að IE fylgdi ekki með, hvernig ætti ég að nálgast firefox eða Opera þá?
Natti (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:08
Rangt. Þú getur notað hvaða útvarp sem er í hvaða bíl sem er. Það er samt ekkert sem segir að þú getir komið því fyrir þar sem gamla útvarpið var.
Alveg eins og með IE. IE og WE (Windows Explorer) eru að hluta til sömu forritin. Opera og FireFox reyna ekki að koma í staðinn fyrir WE. Þau eru því complementary forrit, ekki replacement.
Þetta mál lyktar allt af súrum fótum.
Þór Sigurðsson, 14.12.2007 kl. 00:40
Má ég benda á að Windows fylgir alltaf tölvum sem þú kaupir (nema Apple) og þér er aldrei boðið að velja um e-ð annað. Þar liggur einokunin
Gunnar Ágústsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:30
Ég ætla líka í mál við Microsoft. Ég er búinn að búa til Control Panel sem ég vill geta notað (og helst selt til að græða pening) og það er bara einokun að geta ekki tekið út Control Panelinn sem fylgir Windows
Björgvin (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:52
Þór: Já þú getur "sett" útvarpið í... og látið það t.d. liggja ósmekklega í einhverju hólfi.
En þú ert ekkert að fara að "skipta" hinu útvarpinu út, og þú getur ekki alltaf "fjarlægt" original útvarpið heldur.
En þetta er hvort eð er vel út fyrir topic þannig að...
Natti (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:46
Er ekki munurinn bara sá að það keyra ekki allir um á Toyota bílum?
Ómar (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 18:21
ég átti einu sinni lödu og þurfti að kaupa útvarpið sjálfur. afhverju gerir opera ekki bara stýrikerfi ef þeim er svona í nöp við billa? afhverju má ég ekki láta fylgja ferköntuð dekk með toyotu? þau eru mikið betri, henta henni vel.
inqo, 19.12.2007 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.