Apologize

Á s.l. miðvikudagskvöld poppaði lag í hausinn á mér, algerlega upp úr þurru. Lagið hljómaði í hausnum á mér, en ég mundi hvorki heiti lagsins né flytjandans. Ég mundi bara að lagið hafði verið vinsælt í fyrra. Mig langaði strax að leika mér eitthvað með þetta lag, en til þess þurfti ég auðvitað að hafa upp á laginu. Ég hófst handa við að fálma í myrkri internetsins að lagi sem ég vissi ekki hvað héti, hvað þá meir. Ég reyndi að muna hver flytjandinn væri, en án árangurs. Mörg nöfn komu upp í hugann. Eftir að hafa fundið Billboardlista yfir vinsælustu lög ársins 2007 tókst mér, ásamt með aðstoð youtube.com, að finna lagið. Lagið heitir Apologize og flytjandinn kallar sig Timberland.

Ég hófst handa við að saga lagið í búta og hef verið að kroppa í það annað slagið síðan. Ég notaði á það buffhamarinn, setti það í marineringu og var óspar á kryddið. Nú hef ég tekið lagið úr marineringu og borið fram, hér til vinstri. Vesgú.

Please accept my apology, for 'my apologize', Mr. Timberland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

flott....var komin með nett ógeð á þessu lagi en heyrist þú hafa reddað því :)

Heiða B. Heiðars, 14.1.2008 kl. 16:54

2 identicon

Gott að tónflæði komst á á nýjan leik! . Við bíðum spennt eftir næsta mixi!

Ása (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband