Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Hreppapólitík
Það er skondið að fylgjast með hreppapólitíkinni þessa dagana, í Reykjavíkurhreppi.
Eftir hnífstungur eigin liðsmanna hrökklaðist gamli góði Villi frá. Þá tók við samsuða án málefnasamnings. Nú virðist allt hafa gróið um heilt milli Villa og hnífstungumanna hans. Doktor Óli mættur í partýið líka, en hann verðir að passa sig að taka ekki flensuna, því þá þarf varamaður hans að hlaupa í skarðið og þann daginn verður meirihlutinn að minnihluta og öfugt.
Nú er fyrst farið að vera gaman að þessu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.