Þverhausar

Enn um hreppapólitíkina.

Ég var að horfa á blaðamannafundinn sem haldinn var á Kjarvalsstöðum í gær. Í málefnasamningnum nýja er talað um að byggja mislæg gatnamót á Miklubraut/Kringlumýrarbraut. Standa menn virkilega í þeirri trú að það leysi umferðarstöppuna? Sjá menn virkilega ekki að dreyfing umferðar er mun vænlegri kostur? Brúa Skerjafjörðinn og einhenda sér í fyrsta áfanga Sundabrautar. Færa þannig umferðina frá Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Grafarvogi og Grafarholti, sem í dag rennur öll um Miklubraut og Kringlumýrarbraut.

Er þetta að verða eins og með álverin? Töfralausnir. Eru mislæg gatnamót lausn lífsgátunnar, eins og álverin?

Ég sem hélt ég væri þverhaus!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband