Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Þverhausar
Enn um hreppapólitíkina.
Ég var að horfa á blaðamannafundinn sem haldinn var á Kjarvalsstöðum í gær. Í málefnasamningnum nýja er talað um að byggja mislæg gatnamót á Miklubraut/Kringlumýrarbraut. Standa menn virkilega í þeirri trú að það leysi umferðarstöppuna? Sjá menn virkilega ekki að dreyfing umferðar er mun vænlegri kostur? Brúa Skerjafjörðinn og einhenda sér í fyrsta áfanga Sundabrautar. Færa þannig umferðina frá Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Grafarvogi og Grafarholti, sem í dag rennur öll um Miklubraut og Kringlumýrarbraut.
Er þetta að verða eins og með álverin? Töfralausnir. Eru mislæg gatnamót lausn lífsgátunnar, eins og álverin?
Ég sem hélt ég væri þverhaus!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.