Pólitískt vændi?

Ég var einmitt að hugsa um hvort ég ætti ekki að bjóða fram krafta mína til handa Óla . Hann virðist þurfa að leita út fyrir borgarstjórnarflokkinn eftir nefndarfólki. Þá kom babb í bátinn. Væri ég ekki að stunda pólitískt vændi með slíku og yrði Óli þá ekki, þar með, pólitískur dólgur minn? Það er víst bannað með lögum að hagnast á vændi annarra. Ég geri því ráð fyrir að Óli verði bara að sitja sjálfur í öllum nefndum, í fjölriti. Ýmist sem Ólafur Magnússon, eða sem F. Magnússon. Vonandi að hann torgi bara öllum vínarbrauðunum. Hann þarf að borða þau á við tvo, í það minnsta.


mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband