Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Trúarbrögð eða fasismi?
Alveg fannst mér makalaust að hlusta á Ástu R. í Kastljósi kvöldsins. Eins og þeir sem gagnrýnt hafa andreykingafasismann spáðu, verður næsta skref að drulla yfir rétt fólks til að haga sínu lífi að vild á eigin heimili. Nú á semsagt að gera fólki óbærilegt að reykja heima hjá sér. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess máls. Verða hömlurnar einskorðaðar við tóbaksreyk? Reykingamaðurinn eigi sko ekki von á góðu, gerist það að nef nágrannans finni lykt af tóbaksreyk, meðan t.d. grillandi nágranni má menga með sínum grillreyk? Svona til að taka dæmi. Hvenær ætlar þessi vitleysa og níðingsháttur að taka enda?
Þetta er löngu hætt að snúast um skynsemi og rök. Þetta eru annaðhvort öfgatrúarbrögð af verstu sort eða það sem líklegra er. Hreinn og klár fasismi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Brjánn, þetta kallast forræðishyggja á háu stigi.
Jens Guð, 5.2.2008 kl. 00:56
Alvag sammála þér. Ekkert annað en ofstæki og fasismi. Sérkennilegt þjóðfélag að verða. Lítið um skynsemi. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 01:02
forræðishyggja, vissulega. mér finnst þetta þó ganga mun lengra en 'hefðbundin' forræðishyggja. þetta er hreinn níðingsskapur.
Brjánn Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.