Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Flokkun póstkassasorps
Ég upplifi daglega frekar absúrd augnablik, að mér finnst. Að tæma póstkassann er heim kemur, eftir vinnu. Stoppa framan við ruslalúguna, á leið að íbúðinni. Skilja póstinn minn (merktum mér,) ef einhver er, frá restinni (sem er iðulega 80 - 100% af hrúguni). Henda megninu en taka póstinn minn með mér inn til mín. Nú á tímum endurvinnslu og ruslflokkunar, væri nær að þessir blaða- og auglýsingamenn myndu flokka þetta hjá sér og sleppa að senda til mín. Hér fer þetta allt í sömu tunnuna. Ekki dettur mér til hugar að gerast einhver ruslflokkari og safnari fyrir eitthvern lið úti í bæ sem sendir mér þetta í minni óþökk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.