Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Skrásetning er stórkostleg!
Ég get susum skilið þá viðleitni þeirra að þétta þekkingagrunninn sinn. Ekki svo galið að skrá ör og tattú, í viðbót við fingraförin.
Mér hefði þó fundist rétt að ganga lengra, ef gera á eitthvað á annað borð. Þannig mærri skrá fæðingabletti líka. Auðvitað yrði í leiðinni bannað að fjarlægja fæðingarbletti, sem og ör. Líklega yrðu lýtalækningar bannaðar með öllu. Auk hinna líkamlegu einkenna mætti svo skrásetja kæki og turette einkenni, hegðunarmynstur (þ.m.t. kynhegðan), fæðusmekk/matarræði, svefnvenjur, drykkjuvenjur, meðalfjölda þvagláta á sólarhring og svo mætti lengi telja. Í raun væri best að skrásetja fólk eins og það leggur sig. Hafa uppi á því og loka í skjalaskáp. Þá yrði heldur enginn eftir, þarna úti, til að brjóta af sér. Sem aftur þýddi að ástæðulaust yrði að skrásetja fólk.
Hmmm
FBI safnar upplýsingum um ör og húðflúr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
GÓÐUR!!
óli (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:16
kalli, þú myndir finna til öryggis og hlýju í skjalaskápnum
Brjánn Guðjónsson, 5.2.2008 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.