Heiðarleiki og heilindi? Hvað segir Óli?

Nú hefur gamli góði Villi enn og aftur kúkað upp á bak. Uppvís að hafa farið með ósannindi og finnst það ekki tiltökumál. Hann hefur sýnt það og sannað að honum er ekki treystandi til þeirra starfa sem hann nú sinnir, því miður. Nú er svo komið að sjálfstæðismenn ganga með veggjum og bíða þess að umræðan fjari út.

Einn er þó sá maður sem ég vildi gjarnan heyra í, varðandi þetta allt. Sá maður heitir Ólafur F. Magnússon. Maður sem hefur gefið sig út fyrir að starfa að heilindum og heiðarleika. Hvað ætlar hann að gera? Gagnvart hverjum er sá heiðarleiki og þau heilindi sem honum er tíðrætt um? Óheiðarlegum og sundurlyndum sjálfstæðisflokki, eigin hagsmunum, eða borgarbúum?

Ég bíð spenntur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þetta er það besta sem gat komið fyrir Ólaf. Nú er engin að spá í hann eða hvað hann er að gera. Þar að auki er hann í raun eini sem er hvítþvegin af þessu máli því hann var jú, heima veikur.

Halla Rut , 11.2.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en þó liggur bagginn á baki hans. heilindin! hver eru þau og gagnvart hverjum?

Brjánn Guðjónsson, 11.2.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: inqo

brjánn minn þú ert ekki tveggja vetra eða er það? nefndu einn pólitíkus sem ekki hefur gengið á bak orða sinna. á fjögurra ára fresti þá fáum við tækifæri til að velja atvinnulygara, tækifærissinna og já kræst,,, feminista á þing.

ólaf í borgarstjórn, annað væri óðs manns æði.

fyrir hvaða flokk er hann annars? 6528?

inqo, 11.2.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég veit um einn pólitíkus; Hallfreð Mogensen. Hann bauð sig reyndar aldrei fram og enginn veit hver hann er. Ekki hann sjálfur. Þess vegna fór hann á spítalann.

Brjánn Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband