Ég er atvinnuskapandi

Já, það liggur fyrir að ég hefi skapað, a.m.k. einum forritara hjá blog.is/mbl.is verkefni. Fyrst fyrir helgina (líklega á föstudag) og síðan aftur í dag. Gaman að vera atvinnuskapandi maður. Ekki síst þar sem ég sjálfur forrita fyrir salti í grautinn og skil þ.a.l. þá elju og festu hvers forritara sem settur hefur verið til höfuðs mér. Auðvitað veit ég að stríð við þann sem vefinn rekur er tapað frá upphafi. Sá hinn sami hefur aðgang að öllu sem ég hef og að kerfinu að auki. Samt er gaman að vera óþekkur og halda einhverjum við efnið. Ég veit ekki til að ég sé að brjóta neina þeirra skilmála sem ég ku hafa samþykkt, enda er ég hér ennþá. Ég reyndar held þeir sem stjórna hér hafi lúmskt gaman að, enda er ég með stráksskap mínum að benda þeim á göt í kerfinu þeirra.

Fyrir þá sem þetta lesa, en málið ekki þekkja. Málið snýst um að losna við auglýsinguna, hér hægra megin. Mér er nokk sama um hana. Ég er bara eðal þverhaus.

Fyrst sá ég leið til að breyta stílsíðu þess þema sem maður notar. Nú hafa mbl menn filterað út þær línur sem þar skyldi setja.

Næst setti ég <style> tag með öðrum hætti í síðuna. Í dag hafði greinilega einhver forritarinn verið settur í að fikta við það. Skipunin &#39;!important&#39; er nú síuð burt.

Enn hef ég tromp í erminni. Það er gott að eiga langa ermi. Eitt sem ég prófaði um helgina en tók aftur út. Læt það bíða um sinn og leyfi þeim að þurfa að vakta bloggið mitt.

Annars nenni ég ekki endalaust að berjast við vindmyllur, en gaman að reysa nokkrar vindmyllur til að halda mönnum við efnið.

Ég er ekki að brjóta neina skilmála sem ég hef samþykkt hér, svo þetta er bara gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

júbb

Brjánn Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband