Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Laugardagskvöld
Átti fínt kvöld í gær. Fertugsafmæli og ball á eftir, með Páli Óskari. Sá maður kann að fremja stemmningu. Annars var ég heldur gáttaður á júróúrslitunum. Ég hélt, í alvöru, að íslendingar væru búnir að fatta að það þarf að fara saman gott lag og gott show. Nema lagið sé þeim mun betra, sem sigurlagið er ekki. Ég sá dr. Spock í fyrsta sinn í gær. Fyndið lag. Flott show.
Hvað um það. Þetta er bara allt til gamans gert.
Ég og litli frændi töluðum um Hayseed Dixie og uppgötvuðum svo að þeir eru að spila í kvöld. Frekar skondið. Minns tók upp Vísað og fór á midi.is. Við litli frændi erum sumsé að fara á tónleika í kvöld.
Athugasemdir
Hayseed Dixie?
Heiða B. Heiðars, 24.2.2008 kl. 13:37
Ehh... það er að sega ef það varst þú sem áttir afmælið! Allt er fertugum fært sko. Páll Óskar er alltaf flottur á því og kann já sannarlega að halda uppi góðri stemningu sem fær mann til að dilla sér.
Mér fannst úrslit laugardagslaganna alveg hreint frábær, mitt lag vann svo sannarlega því ég er mjög hrifinn af Friðrik og Regínu. Handviss um að þau eiga eftir að ná langt þarna í Serbíu.
Hayseed Dixie þekki ég bara ekki, gæti eins verið fótboltalið en gruna að það sé náttúrulega tónlistartengt. Góða skemmtun í kvöld með frændanum.
Tiger, 24.2.2008 kl. 15:09
það er mágur minn ser er fertugur. enn ár og hálft í það hjá mér
Palli er bara flottur og kórónaði gott kvöld.
fyrir þá sem ekk þekkja Hayseed Dixie, setti ég þrjú lög í spilarann. Lagið merkt 'Bob and Tom' er líka úr Hayseed Dixie möppunni.
Brjánn Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 15:33
takk... fattaði hverjir þeir eru þegar ég heyrði fyrstu tónanna!!
Heiða B. Heiðars, 24.2.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.