Föstudagur, 29. febrúar 2008
(ó)guðlegt samsæri?
Um daginn, fyrir ca 2 vikum, kommentaði ég á bloggi einu hér. Eftir að hafa sent inn mína athugasemd fékk ég þau skilaboðn að mín athugasemd yrði birt eftir að það hafi hlotið samþykki (blessun) bloggseigandans. Sá sem var á undan mér var númer 39, sem þýðir að mín athugasemd yrði númer 40. Þetta var hvorki rætin né andstyggileg athugasemd, en ekki já-hallelúja gagnvart bloggaranum. Ég var að mótmæla honum. Verst að ég skyldi ekki hafa vistað textann sem ég sendi í athugasemdinni. Kannski ég geri það hér eftir þegar ég kommenta á blogg af þessari ætt. Say no more.
Mér fannst síðan skondið að rekast á þessa bloggfærslu hér, hjá sama bloggara. Þar er hann að gera því skóna, að ég tel, að einhver undarleg öfl séu að ritskoða bloggið hans. Kannski almættið sjálft (skyldi þó ekki vera að sá gamli vildi þagga í honum?). Sumir skyldu kippa hausnum úr eigin r......
óver and át
Athugasemdir
help jú for not being sammála karlfauskinum..
Jamm, hver veit - kannski voru greinarnar horfnu ekki Guði þóknanlegar. Allavega finnst mér ótækt að fólk skuli ekki sjá sóma sinn í því að samþyggja athugasemdir sem ekki eru að hæða og skítkasta bloggarann. Þó aðrir bloggarar séu ekki alltaf sammála höfundum þá ættu menn ekki að vera að blogga ef þeir ráða ekki við smá mótmæli á bloggheimum.
Tiger, 29.2.2008 kl. 14:00
það rifjaðist upp fyrir mér í dag, hver athugasemdin var. Þó ekki orðrétt, en efnislega rétt.
Ég spurði hvort það væri ekki guðlast þegar guðsmennirnir bulluðu upp úr sjálfum sér og segðu síðan 'í Jesú nafni'. Geta menn bara lagt almættinu orð í munn?
Svo er önnur spurning, sem ég spurði ekki í athugasemdinni, en er þó vert að velta upp. Hefur andi munn? Hvað hefur andi að gera með munn? Varla þarf hann að borða? Hefur hann þá kannski rassgat líka? Til hvers? Maðurinn var þó skapaður í hans mynd og víst hefur mannskepnan bæði munn og rassgat.
Hmm, something isn't just fitting together
Brjánn Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 17:11
hahaha... ég er í kremju. Ekki skrýtið þó karlinn í tunglinu hafi eytt athugasemdunum - þetta hefur sært hégóma hans og egó mikið... svo satt - allt sem ofsatrúamenn láta út úr sér, frá eigin hjarta - í nafni Guðs.
Tiger, 1.3.2008 kl. 13:43
heyr heyr, ég er sko alveg sammála þér gæskur!
Steini tuð (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.