Miðvikudagur, 5. mars 2008
Feður skulu þegja og borga
Ég á tvö börn, með konu sem eitt sinn var eiginkona mín. Við skildum fyrir nokkrum árum og hafa samskiptin síðan verið ágæt, framan af. Móðirin hefur fullt forræði yfir börnunum og hef ég greitt lágmarks meðlag. Að auki hef ég komið að ýmsum aukaútgjöldum, ss. tónlistarnámi barnanna beggja, fjármagnað hljóðfærakaup til handa þeim ásamt ýmsu öðru, eins og fatakaupum og þessháttar. Bara svona týpískir hlutir sem faðir gerir fyrir börnin sín.
Svo gerist það að upp kemur ágreiningur milli mín og móður þeirra. Fallist er á að ég greiði helming afmælisgjafar til handa syninum. Afmælisgjafar frá útlöndum. Mér er gefin upp fjárhæð sem ég samþykki, eða u.þ.b. fimm þúsund krónur í minn hlut. síðan kemur á daginn að móðirin hafi gleymt að reikna með öllum gjöldum og upphæðin hefur tvöfaldast. Ég fæ póst frá henni, um að gjöfin kosti þetta og þetta mikið og ég geti lagt inn á reikningin hennar, upphæð sem er langt yfir því sem rætt var um. Ég neita og segi að það gangi ekki að senda mér einhverjar tilkynningar eða fyrirskipanir um hvað ég eigi að borga. Búið væri að semja um málið.
Viðbrögðin, hún ætlar að fara fram á tvöfalt meðlag.
Einum og hálfum mánuði síðar fékk ég bréf frá fulltrúa sýslumanns og ég boðaður í viðtal. Konan hefur sumsé farið fram á að ég verði úrskurðaður til að greiða tvöfalt meðlag. Mér er tjáð að ég geti skrifað greinargerð, vilji ég mótmæla kröfunni. Sem ég og gerði. Ég skrifa greinargerð þar sem ég rökstyð, með vísan til barnalaga, að ég hafi staðið fyllilega við mitt hlutverk við að framfæra börnin mín. Ég skila ennfremur yfirliti yfir millifærslur frá mér til móður barnanna, til að styðja mál mitt.
Úrskurður sýslumanns, eða réttara sagt fulltrúa hans, var á þá leið að móðirin ætti að ráðstafa öllu er tilheyrði börnunum. Samt er viðurkennt, í úrskurðinum, að ég hafi staðið mína pligt, hvað varðar framfærslu barnanna. Er ekki allt í lagi hjá sumum?
Hún (fulltrúinn er kona) sumsé túlkaði barnalög á þann hátt að faðir barna hefur ekki rassgat með þau að gera. Hann á bara að borga og brosa.
Nota bene. Allir aðilar, sem ég hafði samband við hjá sýslumanni eru konur. Hvort heldur það voru fulltrúar sýslumanns eða lögfræðingur.
Niðurstaðan er þessi. Mér ber að borga barnsmóður minni fjörutíuþúsunkall á mánuði, að auki við þann fjörutíuþúsundkall sem grunnmeðlagið er. Það er hennar að ráðstafa í hvað peningurinn fer. Ég hef ekkert um það að segja.
Ég hef kært hinn fádæma fáránlega og órökstudda úrskurð sýslumanns, til dómsmálaráðherra. Ég bíð svara þaðan.
Gagnvart skattinum er ég ekki með börn á framfæri. Þó er ég að borga meðlög. Meðlög eiga að vera minn hluti framfærslu barna minna. Ef ég er ekki að framfæra börnin mín, samkvæmt áliti skattayfirvalda. Hvern er ég þá að framfæra? Væntanlega móður þeirra!
Ef úrskurður ráðherra verður mér í óhag mun ég birta öll gögn varðandi málið. Öll! Með nöfnum og kennitölum.
Athugasemdir
Ljótt að heyra Brjánn!
Því miður hefur þessi staða verið svona lengi. Er fráskilinn sjálfur og gekkst undir nákvæmlega eins samkomulag og þú.
Ekki hefur komið til þessara leiðinda en stundum jaðrað við. Einu sinni hafði ég samband við sýslumann og fékk nákvæmlega þessi svör.
Hafði samband við þingmenn og ráðherra en þetta skammarlega óréttlæti viðgengst enn.
Styð þig í baráttu þinni fyrir þínum mannréttindum!!!!!
Magnús Þór Jónsson, 5.3.2008 kl. 22:11
Þú átt alla mína samúð, það á enginn að þurfa að standa í svona rugli !
Gerða Kristjáns, 5.3.2008 kl. 23:06
takk Magnús. það er komið nóg. það þarf að vekja fólk til meðvitundar um þessi mál.
meðan fólk talar um (jafn)réttindi til handa konum, en vilja ekki taka málefni forsjárlausra feðra í umræðuna, má það fólk éta skít fyrir mér.
Brjánn Guðjónsson, 5.3.2008 kl. 23:08
Gerða, ég mun birta mínar greinargerðir, sem og öll þau svör sem ég hef fengið.
takk fyrir stuðninginn!
Brjánn Guðjónsson, 5.3.2008 kl. 23:43
You´ve got mail ;)
Heiða B. Heiðars, 5.3.2008 kl. 23:56
Svona á ekki að viðgangast. Þekki einn í þinni stöðu sem borgar tvöfalt. Þarf víst ekki að taka það fram að hann vinnur allan sólarhringinn.
Angelfish, 6.3.2008 kl. 00:02
Þetta er leitt að heyra. Það er alltaf skelfilegt þegar ósætti kemur upp á milli foreldra skilnaðarbarna. Verst af öllu eru konur (eða menn) sem fara hart fram í óréttlátum kröfum á barnsföður sem þegar hefur sýnt og sannað að hann tekur fullan þátt í lífi barna þeirra með þátttöku í öllum tilheyrandi kostnaði sem til fellur á lífsleið barnanna.
Konan þín gerir sér greinilega ekki vel ljóst hvað hún er að gera börnum ykkar mikin skandal með þessu - því svona lagað bitnar oftar en ekki á þeim. Hvernig er það, er ekki hægt að fara fram á jafnt forræði og láta hana borga helming af meðlagi? Ég vona bara að þetta leysist farsællega hjá þér Boxari og að börnin verði ekki fyrir barðinu á reiðri móður í ham gegn föður þeirra. Hef séð hvernig móðir hefur beytt börnum sínum gegn föður þeirra til að hafa sitt fram, og til að kúga hann - og slíkt kemur illa niður á börnunum. Gangi þér vel.
Tiger, 6.3.2008 kl. 00:06
tek það fram að ég hefi ekki borgað neitt umfram hið einfalda meðlag ennþá. bara debonerað og mun greiða verði ég skikkaður til þess af dómsmálaráðherra, þegar og ef hansn úrskurður verður í þá veru.
ég mun hinsvegar ekki gera þaðm hljóðalaust
Brjánn Guðjónsson, 6.3.2008 kl. 00:39
Já þetta er fáránlegt, það er ekki heldur ekki spáð í hvað faðirinn hefur í laun, spáðu í það ef þú værir með 150 þúsund útborgað, og þyrftir að borga tvöfalt með tveim börnum, það væri bara 80,000 kall. þá þarftu að reka bíl, borga af húnæði hvort sem að það sé leiga eða sem að þú ert að kaup og svo matur. þá áttu ekkert eftir nema skuldir, og síðan þegar þú ert með börnin þín þá er svo lítið sem að þú getur gert með þeim vegan þess að þú hefur áhyggjur af aurnum.
ég styð þig Brján!
Steini tuð (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 01:33
afætur leynast víða
Brjánn Guðjónsson, 6.3.2008 kl. 01:34
Ég er ótrúlega glöð að þú látir vita af þessu máli. Ég er enn ánægðari yfir því að þú munir ekki greiða hljóðalaust. Ég er ánægðust með að þú munir opinbera öll gögn. Því miður er það þannig að ef maður fer í keppni, og það með reiði, þá fær maður þannig svar við hlutunum.
Það er alveg 100% pottþétt að mál þitt hefur fordæmisgildi Brjánn og mér hefur oft dottið í hug á þessum tíma sem þú bíður eftir úrskurði hvort þetta sé ekki hreinlega mál til að fara með til mannréttindadómstóls Evrópu ef úrskurðað verður þér í óhag.
Ein spurningin er einmitt: Er verið að bjóða feðrum að verja sinn málstað í þeim tilgangi einum að gefa þeim opinberan rétt til að gera sig að fífli?
Fleiri spurningar eru mun fleiri!
Ég er mjög þakklát því að barnsfaðir minn fékk þá ráðgjöf að ríghalda í sameiginlegt forræði, sem er þó í rauninni ekkert annað en plagg til að gera fráskildum feðrum kleyft að halda í lágmarksmannvirðingu. Það hefur í framhaldinu gert honum kleyft að hafa eitthvað að segja um framvindu mála hjá dætrum sínum án þess að vera sífellt í hættu á að "styggja" mig!!!
Óver and out (stolið og stælt)
Ása (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:29
heyr heyr pabbar eru líka menn!
Steini tuð (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 14:42
Það eru alltaf a.m.k. tvær hliðar á hverju máli. Mér persónulega finnast svona umræður á netinu dálítið vafasaman þar sem allir málavextir koma ekki fram, verið er að vega að einni manneskju sem hefur ekki tækifæri til að skýra sitt sjónarhorn og að auki máttu Brjánn, búast við því að börnin þín lesi bloggið þitt en ég er ekki viss um að þessi lesning sé þeim til heilla.
Góðar stundri,
lipurtá
lipurtá, 11.3.2008 kl. 11:15
Barnsmóður minni er velkomið að kommenta hér og börnin mín eru vel meðvituð um málið sem um ræðir. Ég leik engan feluleik gagnvart þeim.
Brjánn Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 11:28
Annars er ég fyrst og fremst að gagnrýna hið opinbera og þá furðulegu sýndarmeðferð sem málið hlaut.
Brjánn Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 13:12
Ég veit af svona málum, og eru eins og sumir hér hafa bent á tvær hliðar á þeim. Ég get ekki tjáð mig um þitt mál því að ég þekki ekki málavexti, en ef ég tjái mig svona almennt um málið þá lítur það þannig við mér að það hljóti að þurfa að meta það í hverju máli fyrir sig hvort að tvöfalt meðlag á rétt á sér.
Ef faðirinn (eða sá sem ekki hefur forræðið) sínir barni sínu (eða börnum) áhuga og tekur þátt í lífi þeirra bæði á fjárhagslegum og öðrum nótum, þá finnst mér nú persónulega að tvöfalt meðlag eigi nú tæplega rétt á sér.
Auðvitað fer það að einhverju leiti eftir tekjum viðkomandi einstaklinga en það á auðvitað líka að fara eftir áhuganum sem menn (og konur ) sína börnum sínum.
Ef viðkomandi er aftur á móti algerlega afskiptalaus með öllu (tilfinningalega og fjárhagslega) þá á þetta mun betur við í mínum huga.
En smá ráðlegging til meðlagsgreiðandi feðra sem í þessu lenda, ef þið eruð sannarlega að greiða mun meira en lagaleg skylda segir til um, og þið hafið grun um að þessi aðgerð sé yfirvofandi, þá er ein leið út úr þessu að halda utan um útgjöldin umfram meðlagið og leggja þau fram máli ykkar til stuðnings ef til þess kemur.
Það er kanski svolítið kalt að tala hér um krónur og aura, en engu að síður er það það sem að allt er miðað við í slíkum málum og því er þetta eina leiðin til að hafa sitt á hreinu.
En í lokin vona ég að þér og þínum börnum og barnsmóður farnist vel og að þið getið lennt þessu máli farsællega.
KvER
Eiður Ragnarsson, 12.3.2008 kl. 01:13
Nákvæmlega.
Við erum að tala um föður (mig) sem sinnti börnum sínum að fullu eftir efnum og aðstæðum, samkvæmt barnalögum, eins og sýslumaður féllst á (og verður birt falli úrskurður dómsmálaráðherra ekki mér í hag).
Málið er þó það að dómsmálaráðuneytið gefur út viðmiðunartöflu. Brúttó tekjur versus meðlagsgreiðslur. Þar er ekki tekið mið af því hvort maður hafi þá og þegar verið að sinna sínu.
Lögin, eða allt heldur sá þáttur þeirra er kveður á um þessi mál. virðast því ekki vera notuð sem úrræði til að taka á þeim drullusokkum sem ekki vilja taka ábyrgð á eigin börnum, eins og ég hefði haldið, heldur eru þau gerð að einföldu verkfæri fyrir forræðisforeldri til að ná sé niður á hinum forræðislausu. Burst séð hvort þau (hin forræðislausu) hafi staðið við sitt eður ei.
Ég mun ekki kyngja einu eða neinu ótuggnu í þessu máli. Ég ætla ekki að taka þátt í fimmtándualdarpólitík, takk.
Brjánn Guðjónsson, 12.3.2008 kl. 01:28
Og ég hef ekki nefnt hér þær furðulegu tölur sem móðirin tók fram sem sínar tekjur, á sama tíma og hún stóð í heimsreisum og íbúðastækkunum. ég benti fulltrúa sýslumanns á skoða það nánar, sem ég get ekki séð að hafi verið gert.
Nenni ekki að taka fram hér fleiri smáatriði, s.s. föðurarfinn minn eða hvernig skiptin við skilnaðinn fóru fram.
Kannski síðar. Líklega.
Brjánn Guðjónsson, 12.3.2008 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.