Það er margt ríkidæmið

Ég á ekki jafn feita bankabók og Warren þessi Buffet. Reyndar yrði ég frekar neðarlega á umræddum lista. Þótt hafi átt til að safnast drasl í geymsluna, er ég ekki mikið fyrir að sanka að mér dauðum hlutum. Hvort heldur þeir teljist verðmætir eður ei. Ég á þó vel í mig og á og hef öruggt húsaskjól. Ég á trausta vini, hef tök á að gera það sem ég hef gaman að og er ánægður í vinnunni minni. Svo á ég líka tvö yndisleg börn sem eru mér meira virði en öll veraldleg auðæfi heimsins. Þar af leiðandi tel ég mig vellauðugan.


mbl.is Warren Buffet ríkastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En yrðir þú óhamingjusamari við það að fá milljarð dollara ávísun inn um lúguna?

Geiri (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

veit ekki með mig, en margir höndla ekki svo skyndilegt ríkidæmi og hreinlega tapa sér.

margur verður af aurum api.

Brjánn Guðjónsson, 6.3.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband